Hvað er málið...ekki nóg með það að Björk sé enn hálfslöpp, borðar ekkert og er hálfpirruð allan daginn og með 38 stiga hita í kvöld, þá fór ég að kasta upp á mánudagskvöldið og er búin að vera ansi frá síðan, og til að toppa allt saman liggur Davíð inni núna með sömu magakrampa og við mæðgur höfum haft. Þetta er að verða lélegur farsi...erum alveg til í að þetta sé að verða búið núna. Hey gleymdi að segja að eyrað er alveg að fríka út og það lekur og lekur úr því og svo er hún að taka tennur svo haldið ekki að hún sé í stuði...greyið stelpan.
Fyrir utan þetta þá er allt fínt að frétta héðan og við hlökkum bara til að veikindin taki enda og við verðum hress og kát...að vanda.
Knus og kram
p.s. ég skal lofa því að næst þegar ég skrifa verður það ekki um veikindasögur...er komin með nóg af því..hehehe
Bloggar | Miðvikudagur, 16. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja þá lentum við í Billund (á réttum tíma í þetta skiptið) og vorum orðin ansi þreytt. Hér heima beið Sigrún með yndislegt pasta sem var akkúrat það sem við þurftum á að halda. Sunnudagurinn fór í það að gera ekki neitt og undirbúa hversdagsleikann. Eins og það var nú geggjað að vera heima á klakanum er alltaf gott að komast í eigið og byrja á fastri rútinu. Björk þurfti nokkur kvöld til að komast í gamlar svefnvenjur, sem var nú bara vel af sér vikið. Erum nú samt búin að vera soldið þreytt í vikunni en nú er allt að koma.
Reyndar þá gerðist smá slys á sunnudaginn, en við ætluðum að fá okkur ferskt loft og Björk fékk að leika sér á litla bleika bílnum sínum, sem hún er orðin ansi klár á. Nú það var því miður hola í gangstéttinni og BJörk steyptist fram fyrir sig og lenti á andlitinu...ááááá. Slapp samt ótrúlega vel, en fékk mjög bólgna vör. Úff hvað foreldrunum fannst vont að horfa upp á litlu strumpuna sína gráta sona mikið.
Við parið fórum út að borða og í leikhús í gær...svaka rómó. Þegar við komum heim byrjaði Björk að æla...jibbý, frábær nótt og Björkin auðvitað frekar slöpp í dag. Borðar ekkert en er dugleg við að drekka blessunin. Vonandi líður þetta hjá í dag....7913.
Knus héðan og takk fyrir síðast.
Bloggar | Sunnudagur, 13. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kæru vinir og vandamenn um land allt.
Viljum óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Árið 2007 hefur heldur betur liðið hratt enda margt skemmtilegt gerst. Björkin hefur dafnað vel og frá því að vera glaðlegt ungabarn hefur hún þroskast í skemmtilega og ákveðna unga konu. Yndislegt er að fylgjast með barninu sínu uppgötva sjálft sig og umheiminn. Að sjálfsögðu byrjaði ég að vinna aftur eftir notalegt barneignafrí, en það var nú líka gaman. Enda er Björk svo ánægð í vöggustofunni sinni að það er frábært að skila henni á morgnana og fara út með bros á vör og vera viss um að hún eigi eftir að eiga góðan dag. Davíð byrjaði árið á að vera í verknámi í hálft ár sem var frábært fyrir hann, að komast aðeins út í "the real life" en í haust byrjaði hann í skólanum og hefur þessi önn heldur betur verið strembin. Við mæðgur höfum ekki mikið séð til hans síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú ekki má gleyma yndislegu sumarfríi sem Stella, systir Davíðs, eyddi með okkur. Hildigunnur og Eik komu líka og fórum við stórfjölskyldan öll saman keyrandi til Hollands og áttum geggjaða viku þar.
Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar....hver veit nema við hittumst á klakanum.
Knus og kram
Aðalheiður, Davíð og Björk
Bloggar | Fimmtudagur, 20. desember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru vinir og vandamenn, jólin komu aftan að okkur hér í DK. Þar sem mikið hefur verið um að vera, Davíð í prófum og við mæðgur veikar höfum við ákveðið að jólakortin fara ekki af stað í ár. Í staðinn ætlum við bara að senda jóla og áramótakveðju hér á bloggsíðunni....hún kemur seinna.
Annars er ég að koma til, er byrjuð að vinna aftur eftir næstum því tveggja vikna fjarveru vegna veikinda, fór samt tvisvar í vinnuna í síðustu viku en var send heim af deildarlækninum, honum leist ekkert á mig..hehe. Björk missti svo hitt rörið í gær og er að fara enn og aftur í rör á morgun, ætla þó að krefjast þess að læknirinn geri einhvers konar plan fyrir framtíðina að því að við getum ekki boðið Björkinni upp á þetta lengur...og hana nú!
Takk fyrir afmæliskveðjurnar til mín og Davíðs.
Knus
Aðalheiður
Bloggar | Þriðjudagur, 18. desember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Sunnudagur, 9. desember 2007 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nú okkur mæðgum leið nú sona þokkalega mestan hluta fimmtudagsins, eða þangað til að Björk var allt í einu orðin brennandi heit, enda komin með 38.7 stiga hita. Þetta þýddi auðvitað að við gátum ekki sent hana í leikskólann í gær. Og eins og það væri ekki nóg fór mér líka versnandi svo við vorum heima í gær og fórum til læknis þar sem okkur fannst þetta orðið ágætt. Björk fór á pensílin þar sem lækninum fannst þetta vera mjög langur tími með kvef (ca. 5 vikur) og svo núna 5 dagar með hita. Ég fékk annað pensílin þar sem henni fannst blóðprufan mín sýna hátt CRP (ekki spyrja mig hvað það þýðir en það segir víst til um hvort það sé eitthvað skrítið í gangi í líkamanum (sýking)) og það var ekki hálsin svo ég fékk að vita að ég ætti að halda mig heima um helgina, en ég átti að vera vinna....sem er skítt, var sko alveg tilbúin að fara aðeins út og hitta annað fólk en hina yndislegu Björk.
Davíð og co. skiluðu verkefninu í gær eftir að hafa verið upp í skóla í meira en sólarhring...úff gott að ég er ekki hann.
OG svo fyrir þá sem ekki vissu er litla systir mín og fleiri að opna búð í dag...sjá hér að neðan. Endilega kíkið
Bloggar | Laugardagur, 8. desember 2007 (breytt kl. 19:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig finnst ykkur ganga...á mánudaginn fór ég að finna fyrir eymslum í hálsinum og það endaði þannig að ég gat varla sofið vegna þess hversu vont það var að kyngja. Fór samt á námskeið á þriðjudeginum með hita og drepast í hálsinum. Fékk samt tíma hjá lækninum og jújú, eins og mig grunaði var ég komin með streptokokka...geggjað..og er því á pensilíni. Björk er búin að vera hálfslöpp alla vikuna en fór nú samt í gær og fékk ný rör í eyrun. Læknirinn spurði hvort við vildum ekki óska okkur þess að Björk fengi ný eyru..svo illa litu þau út. Og hvað haldiði svo í dag, það flæðir út úr eyrunum á henni að vanda og ég ætlaði að taka það versta og þá sat ég allt í einu með rörið úr hægra eyranu...verð að viðurkenna að maður missir móðinn. Þannig að nú bíðum við eftir svörunum, en það voru tekin sýni úr eyrunum á henni í gær, og svo verða lögð ný rör 19.des...nú er þetta orðið ágætt finnst mér. Og svona til að toppa allt saman þá er Davíð líka komin á sýklalyf þar sem hann er líka með streptókokka...þannig að hann fær geggjaðan afmælisdag, bæði þurfa þeir að klára verkefnið í dag og svo að vera hálflasinn...úff.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DAVIÐ...VONANDI VERÐUR HANN GÓÐUR ÞRÁTT FYRIR ALLT
Bloggar | Fimmtudagur, 6. desember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er nefnilega þannig að við viljum gjarnan kaupa ný eyru sem ekki eru gölluð í framleiðslu...damn, haldiði ekki að eitt rörið sé komið út, en hún fékk ný rör fyrir tæpum þremur vikum síðan. Þannig að nýtt rör verður sett í 5 desember. Úff þetta verður heldur betur langur vetur ef þetta heldur áfram svona.
Helgin var auðvitað geggjuð með allskonar uppákomum með gestum og heimsóknum, svaka gaman. En ný vinnuvika er jú tekin við og allt farið á fullt aftur. Davíð er orðin stressaður þar sem verkefnaskil er á föstudaginn í næstu viku og því sjáum við mæðgur hann eingöngu á morgnana þessa dagana.
Njótið síðustu viku nóvember mánaðar...við ætlum að reyna þrátt fyrir rugluð eyru....hehehe
Knus
Bloggar | Mánudagur, 26. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ja herna hér...helgin komin, þó fyrr hefði mátt vera. Vikan er búin að vera ansi strembin, bæði í vinnu og svo mikið um að vera. Og til að bæta fyrir það þá ákvað Björk að verða mjög kvefuð og er komin með í eyrun aftur...shit hvað þetta verður langur vetur hvað eyru varðar. En þannig er nú það.
Í gær var julefrokost í vinnunni og ég var að sjálfsögðu í skemmtinefnd svo nóg að gera en rosa gaman. Höfðum planað ákveðna leiki og heppnaðist það geggjað vel. Til dæmis þá höfðum við beðið fólk um að koma með myndir af sér frá því að þau voru börn. Ég skannaði þær svo inn og svo átti fólk að giska á hver var hvar....geggjað stuð. Ég var sem sagt ekkert heima í gær og skreið fyrst í bólið kl. tvö í nótt...man þá er maður þreyttur þegar það er ein lítil sem vaknar klukkan sex...úff. Ég fékk þó að sofa aðeins lengur og Davíð fór fram með Björk. Hann fór þó víst ekkert mikið fyrr að sofa þar sem hann og Tryggvi (nágranni okkar) voru víst að spila playstation langt fram á kvöld.
Í dag er svo Mæja vinkona frá Íslandi að koma í heimsókn en hún er í heimsókn hjá bróður sínum sem á heima hér...gaman gaman. Huggum okkur örugglega með Björk og Mána (litla guttanum hennar).
Góða helgi, njótið hennar vel
Knus
Bloggar | Laugardagur, 24. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sú stutta var greynilega bara með eins dags veiki svo hún var bara hress í gær en var samt heima i gær og í dag var hún að sjálfsögðu heima þar sem afi Gummi kom í nótt og pabbi ákvað að vera heima líka...geggjað stuð.
Þannig helgin verður helguð rólegheitum með afa nema ég ætla að horfa á tennis á morgun því Rafael og Nadael eru að fara spila í undanúrslitum á morgun...huggulegur morgun þar!!! hehehe
Litla systir mín sakna þín mikið og hlakka til að sjá þig um jólin!!!!!...og að sjálfsögðu alla hina líka.
Knus og kram
Aðalheiður
Bloggar | Föstudagur, 16. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)