Gleðilegt ár allir saman, vinir og vandamenn.
Ýmislegt hefur sosem gerst síðan ég asnaðist til að skrifa síðast. Það stærsta og besta var að sjálfsögðu að Hildigunnur og Eik komu og voru með okkur yfir áramótin..geggjað! Áramótin voru æðisleg, róleg og með nóg af flugeldum, reyndar skutum við ekki svo mörgum upp sjálf en nóg var um hér í kringum okkur. Svo var farið í Randers regnskov, sem var að sjálfsögðu æðisleg upplifun fyrir Eik sem hljóp um allt og var orðin einum of heimakær í lokin, allaveganna var hún eitthvað ekki sátt við eitt niðurfallið og lyfti upp ristini svona til að athuga málið..hehe. Annars var farið að versla og svo var útbúið herbergi fyrir Björk og sefur hún því í eigin herbergi núna...enda orðin svo stór blessunin. Eik var að sjálfsögðu í uppáhaldi hjá Björkinni enda þurfti hún ekki að gera annað en að hoppa fyrir hana og sú yngri hló og hló. Það var því erfitt að kveðja þær mæðgur. Davíð varð reyndar ekki mikið var við þær þar sem hann var stanslaust upp í skóla að læra og læra og læra.
Svo kom í ljós að Björk þurfti pensilín við eyrnabólgunni svo það var prófað og svínvirkaði en þegar hún kláraði kúrin þá fékk hún ælupest...ældi yfir allt saman tvisvar sinnum og hefur síðan þá ekki viljað borða almennilega svo við foreldrarnir erum enn að vandræðast með að ná einhverju niður í hana.
Nú svo kláraði Davíð loksins prófin og er komin í langþráð frí...það er því lúxus í litlu fjölskyldunni núna þar sem allir eru saman....það er nú gaman. Og svo til að gera þetta allt enn betra þá fékk hann geggjaðar einkunnir og er að springa úr stolti..hehe.
Nú svo á miðvikudaginn þá tókst Björk að smita móður sína því þá fór ég að æla og er enn að drepast úr ógleði...og ég get svo svarið það þetta er ógeðsleg tilfinning. Hefði alveg verið til í að sleppa við þetta.
Veit svo ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, því eiginlega eru þetta bæði góðar og miður góðar fréttir. Björk er komin með pláss á vöggustofu og meira að segja á vöggustofunni sem við helst vildum, þetta eru æðislegar fréttir. Það sem er minna gott er að það er ekki fyrr en 1. mars, sem þýðir að ég þurfti að sækja um einn mánuð í viðbót í barneignafríi. Er meira en tilbúin til að fara vinna svo mér finnst þetta soldið leiðinlegt...en á móti kemur að við fáum aðeins meiri tíma saman við tvær..!
Jæja elskurnar mínar...kíkið á myndasíðuna, setti inn nokkrar nýjar myndir af áramótum og fleiru.
Ýmislegt hefur sosem gerst síðan ég asnaðist til að skrifa síðast. Það stærsta og besta var að sjálfsögðu að Hildigunnur og Eik komu og voru með okkur yfir áramótin..geggjað! Áramótin voru æðisleg, róleg og með nóg af flugeldum, reyndar skutum við ekki svo mörgum upp sjálf en nóg var um hér í kringum okkur. Svo var farið í Randers regnskov, sem var að sjálfsögðu æðisleg upplifun fyrir Eik sem hljóp um allt og var orðin einum of heimakær í lokin, allaveganna var hún eitthvað ekki sátt við eitt niðurfallið og lyfti upp ristini svona til að athuga málið..hehe. Annars var farið að versla og svo var útbúið herbergi fyrir Björk og sefur hún því í eigin herbergi núna...enda orðin svo stór blessunin. Eik var að sjálfsögðu í uppáhaldi hjá Björkinni enda þurfti hún ekki að gera annað en að hoppa fyrir hana og sú yngri hló og hló. Það var því erfitt að kveðja þær mæðgur. Davíð varð reyndar ekki mikið var við þær þar sem hann var stanslaust upp í skóla að læra og læra og læra.
Svo kom í ljós að Björk þurfti pensilín við eyrnabólgunni svo það var prófað og svínvirkaði en þegar hún kláraði kúrin þá fékk hún ælupest...ældi yfir allt saman tvisvar sinnum og hefur síðan þá ekki viljað borða almennilega svo við foreldrarnir erum enn að vandræðast með að ná einhverju niður í hana.
Nú svo kláraði Davíð loksins prófin og er komin í langþráð frí...það er því lúxus í litlu fjölskyldunni núna þar sem allir eru saman....það er nú gaman. Og svo til að gera þetta allt enn betra þá fékk hann geggjaðar einkunnir og er að springa úr stolti..hehe.
Nú svo á miðvikudaginn þá tókst Björk að smita móður sína því þá fór ég að æla og er enn að drepast úr ógleði...og ég get svo svarið það þetta er ógeðsleg tilfinning. Hefði alveg verið til í að sleppa við þetta.
Veit svo ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, því eiginlega eru þetta bæði góðar og miður góðar fréttir. Björk er komin með pláss á vöggustofu og meira að segja á vöggustofunni sem við helst vildum, þetta eru æðislegar fréttir. Það sem er minna gott er að það er ekki fyrr en 1. mars, sem þýðir að ég þurfti að sækja um einn mánuð í viðbót í barneignafríi. Er meira en tilbúin til að fara vinna svo mér finnst þetta soldið leiðinlegt...en á móti kemur að við fáum aðeins meiri tíma saman við tvær..!
Jæja elskurnar mínar...kíkið á myndasíðuna, setti inn nokkrar nýjar myndir af áramótum og fleiru.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
Vonadi er heilsan betri. Æðislegar myndir af ömmustelpum. Hlakka til að sjá ykkur ekki síst Björk :-). Til hamingju með prófin Davíð. Knús og kram frá ömmu og afa á Kambsó.
erla amma (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 09:49
Mikið er gaman að sjá frænkurnar skemmta sér saman. Til hamingju með prófin Davíð minn. Hlakka til að sjá ykkur næst. Mikið knús frá ömmu Hrönn.
Amma Hrönn (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.