Loksins loksins þá fundum við tönn hjá Björkinni. Í dag sást glitta í tönn í barninu, svo það verður spennandi að fylgjast með næstu daga. Þetta þýðir sem sagt að Björk er byrjuð að bursta tennurnar...haha...hún er orðin svo fullorðin.
Síðasta vika var frábær því amma Erla var í heimsókn og það var nú gaman. Amma passaði Björk nokkrum sinnum og að sjálfsögðu var Björkin þægari við ömmu sína en hún er við foreldra sína. En nú er amma farin og við erum auðvitað farin að sakna hennar mikið og hlökkum mikið til að hitta hana aftur. Foreldrarnir sakna líka uppþvottavélarinnar..en það hefur amma verið kölluð á meðan hún var hérna...hún var nebbnilega alltaf að vaska upp...og ekki kvörtum við, mjög nice að eina slíka.
Annars erum við alltaf gera eitthvað skemmtilegt. Í gær komu Karen, Hjörtur og Kristján Elí og litli ófæddur í heimsókn og voru hjá okkur í kaffi og kvöldmat...mjög huggulegt. Við hittumst allt of sjaldan, verðum að gera eitthvað í því. Síðan vorum við að kaupa okkur miða á þorrablótið svo þá kemur reynsla á barnapíuna...erum komin með nafnið á stelpu sem á að vera mjög góð og við hlökkum til að prófa. Við vorum einnig að panta okkur sumarhús með fjölskyldunni á móti, en við ætlum að vera yfir helgi, síðustu helgina í febrúar og síðustu helgina áður en ég fer að vinna. Jibbý það verður æðislegt, bara leika okkur og slaka á.
Jú svo fengum við að vita að Björk má byrja í aðlögun 19. febrúar sem gefur okkur tæpar tvær vikur í aðlögun, sem er sko alveg geggjað, því það leit allt út fyrir að hún fengi enga.
Páskarnir nálgast svo óðum og þar með heimsókn okkar á klakann, erum þó ekki búin að panta farið því Davíð þarf að fá það á hreint hversu lengi hann má vera í burtu úr verknáminu, sem hann er geggjað ánægður í.
Síðasta vika var frábær því amma Erla var í heimsókn og það var nú gaman. Amma passaði Björk nokkrum sinnum og að sjálfsögðu var Björkin þægari við ömmu sína en hún er við foreldra sína. En nú er amma farin og við erum auðvitað farin að sakna hennar mikið og hlökkum mikið til að hitta hana aftur. Foreldrarnir sakna líka uppþvottavélarinnar..en það hefur amma verið kölluð á meðan hún var hérna...hún var nebbnilega alltaf að vaska upp...og ekki kvörtum við, mjög nice að eina slíka.
Annars erum við alltaf gera eitthvað skemmtilegt. Í gær komu Karen, Hjörtur og Kristján Elí og litli ófæddur í heimsókn og voru hjá okkur í kaffi og kvöldmat...mjög huggulegt. Við hittumst allt of sjaldan, verðum að gera eitthvað í því. Síðan vorum við að kaupa okkur miða á þorrablótið svo þá kemur reynsla á barnapíuna...erum komin með nafnið á stelpu sem á að vera mjög góð og við hlökkum til að prófa. Við vorum einnig að panta okkur sumarhús með fjölskyldunni á móti, en við ætlum að vera yfir helgi, síðustu helgina í febrúar og síðustu helgina áður en ég fer að vinna. Jibbý það verður æðislegt, bara leika okkur og slaka á.
Jú svo fengum við að vita að Björk má byrja í aðlögun 19. febrúar sem gefur okkur tæpar tvær vikur í aðlögun, sem er sko alveg geggjað, því það leit allt út fyrir að hún fengi enga.
Páskarnir nálgast svo óðum og þar með heimsókn okkar á klakann, erum þó ekki búin að panta farið því Davíð þarf að fá það á hreint hversu lengi hann má vera í burtu úr verknáminu, sem hann er geggjað ánægður í.
Athugasemdir
Til hamingju með tönnina Hlökkum til að sjá ykkur á klakanum
Kv.Bryndís og risastóra fjölskyldan
http://www.barnaland.is/barn/46593
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:12
Vei vei til hamingju með tönnina :) Knús í klessu
Elsa Nielsen, 6.2.2007 kl. 19:49
Til hamingju með tönnina, elsku Björk! Það hefur verið þessvegna sem mig dreymdi að ég væri að kaupa handa þér hálsmen fyrir 116.000!!! Verst að fjárhagsáætlunin leyfir ekki svoleiðis gjafir... hehe!
Sigrún Svafa (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:01
Til lukku með tönnina Björk mín. Mikið var gaman að vera með þér og þínum. Vonandi batnar þér í eyrunum. Kær kveðja frá ömmu Erlu.
Amma Erla (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 19:41
Elsku Björk mín, til hamingju með tönnina. Hlakka óskaplega til að sjá þig um páskana. Knús frá ömmu Hrönn.
Amma Hrönn (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.