Tannataka + eyrnavesen= lítill svefn

Sko þegar ein stutt er að bæði illt í eyrunum og að taka tennur getið þið rétt ýmindað ykkur hvað verður um svefninn á þessu heimili....ekki mikill. Við erum því orðin ansi langþreytt og ég held að Björk sé alveg sammála. Annars þá er búið að ákveða að Björk fær rör í eyrun á miðvikudaginn svo vonandi fer ástandið batnandi núna næstu vikuna. Eiginlega eins gott þar sem það er ekki nema vika í aðlögun á vöggustofunni. Nú svo er Maggi snillingur búinn að vera hjá okkur yfir helgina..sem er alltaf gaman. Ég fékk svo "frídag" í dag, og byrjaði daginn á því að fara í ræktina með vinkonu minni og svo fórum við á kaffihús og fengum okkur buffet. Mjög skemmtilegt að fá sona dag fyrir sjálfan sig, og feðginin áttu mjög notalegan dag saman. Jæja ætlum að reyna að fara snemma að sofa, enda ég að fara að vinna annaðkvöld, þarf nefnilega að taka eina kvöldvakt þar sem vinnan átti í erfiðleikum með vaktina. Sko vaktin var mín hefði ég ekki þurft að taka orlof í einn mánuð. Hlakka eiginlega bara til að fara í vinnuna. Vinkona mín úr mæðragrúppunni ætlar að passa Björk fyrir okkur þangað til Davíð kemur heim svo frá hádegi og til klukkan 4 verður Björk í pössun. Svo um næstu helgi er þorrablót Íslendingafélagsins og ætlum við að fara, erum meira að segja búin að redda okkur barnapíu sem er alveg geggjað og ef okkur líst vel á hana og henni á okkur erum við komin með stelpu sem getur passað fyrir okkur öðru hvoru, sem er frábært þar sem maður er jú ekki með fjölskylduna við hendina...híhi
Góða nótt og sofið rótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband