Rör í eyrun

Jæja, þá fékk Björkin rör í eyrun, og ég verð að viðurkenna að það er magnað hvað það tók stuttan tíma. Frá því ég lagði hana á bekkinn og þangað til við löbbuðum út liðu líklega ca. 20 mínútur. Að sjálfsögðu var hún pínu rugluð fyrstu klukkutímana á eftir en þegar hún var búin að jafna sig á svæfingunni þá var hún hressari en ég hef séð lengi, spjallaði heilmikið og lék sér eins og engill. Læknirinn sagði að eyrun hefðu ekki litið vel út, að hún væri með bólgu í báðum eyrum...úff ekkert skrítið að hún hafi verið pirruð undanfarið.
Svo ofan á allt saman virðist daman vera að taka allar tennurnar í einu því í dag tókum við eftir einni tönn í viðbót...jibbý.
Annars er það alveg ótrúlegt en í dag var síðasti dagurinn sem ég og Björk áttum saman alveg fyrir okkur áður en hún byrjar á vöggustofunni. Hún byrjar nefnilega í aðlögun á mánudaginn...gaman gaman..okkur hlakkar mikið til. Á morgun ætlum við að fara í ungbarnasundið og þess vegna fórum við í dag og keyptum eyrnatappa til að setja í litlu eyrun. Úff, hvað er langt síðan við höfum farið en það verður gaman á morgun.

Á morgun er svo stór dagur...nr. 1 þá á Oddur Þorri afmæli...TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ...og svo nr. 2 þá eru tímamót hjá okkur litlu fjölskyldunni, því að við foreldrarnir erum að fara á þorrablót og á meðan ætlar stelpa sem heitir Björk að koma og passa...ss. Björk er komin með barnapíu..jibbý. Vonandi gengur það vel svo við getum hringt í hana oftar. Það verður frábært að fara og eiga góða stund saman og með öðru góðu fólki.

Annars er aðalmálið hér í DK þessa dagana, að í sjónvarpsþætti kom fram að það væri farið ansi illa með fatlaða einstaklinga á sambýli...eiginlega bara alveg ferlega illa og allt þjóðfélagið er í uppnámi...skiljanlega og það sem meira er að á sunnudaginn á að sýna annan þátt frá öðru sambýli þar sem er líka ömurlegt. Ég ætla rétt að vona að umræðan sem mun fylgja í kjölfarið verið skynsömi og endi með góðum breytingum fyrir fólkið. Skil ekki svona mannvonsku.

Mér þykir leitt að ég hafi ekki sett inn myndir með færslunum en það virðist eitthvað vera að síðunni því ég get ekki hlaðið þeim inn...ömurlegt. En þið getið auðvitað alltaf farið inn á myndasíðuna okkar...þó ég hafi verið frekar léleg við að uppfæra hana undanfarið. Lofa að gera eitthvað í því næstu daga.

Góða helgi öll......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi eru rör á sínum stað og tennur að líta dagsins ljós. Amma saknar Bjarkarinnar alveg sérstaklega. Hlakkar til að sjá hana í lok mars. Knús og kram.

Erla amma (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband