Vöggustofustelpan mikla

Jæja þá er Björk byrjuð á vöggustofunni og finnst henni það alveg geggjað....hlær og hlær og finnst hinir krakkarnir mjög skemmtileg. Að sjálfsögðu hefur hún ekki enn verið ein í lengri tíma en klukkutíma en henni var sko alveg sama þó ég væri ekki á staðnum. Á morgun verður hún svo ein í tæpa fjóra tíma þar sem ég þarf að taka eina kvöldvakt á morgun, svo það verður spennandi. Er samt viss um að henni finnist bara gaman.

Svo nálgast sumarbústaðarhelgin...og hlakkar okkur mikið til. Það verður auðvitað geggjað að komast aðeins í annað umhverfi og það sem er best er að það er uppþvottavél, sauna og stórt baðkar....ahhhh, mikið verður þetta nice. Slappa af og svo fara út í snjóinn að leika. Því það er fín snjókoma núna...reyndar kalla danirnir þetta snestorm og við íslendingarnir köllum þetta ágætis snjókomu og jú það er smá vindur...tja þetta er alltaf áhugavert. Hlakka til að fylgjast með, því yfirleitt stöðvast allar samgöngur þegar það er ca. 10 cm snjór svo það er spennandi að sjá hvort Davíð kemst heim...hehe.

Vorum líka að panta okkur far heim á eyjuna og við komum 31. mars...og verðum svo í fermingunni hjá Stellu daginn eftir. Davíð fer svo heim 9. apríl og Björk og ég förum heim 13. apríl...gaman gaman. Vonandi hittum við sem flesta.

Well well...ætla að reyna gera eitthvað á þessu heimili....er ekki hin fædda húsmóðir svo það tekur smá tíma að koma sér í gang...vildi bara óska að ég væri Harry Potter, þá gæti ég bara notað galdrastafinn...hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Frábært hvað Björkin er mikil félagsvera...svona eins og mamman og pabbinn ;) Hafið það gott í bústaðnum - hlakka til að sjá ykkur um páskana !! KNÚS KNÚS

Elsa Nielsen, 21.2.2007 kl. 22:35

2 identicon

Gaman að heyra hvað það gengur vel á vöggustofunni. Við verðum að fá að hitta ykkur þegar þið komið heim krakkarnir búin að stækka svo mikið síðan síðast. Þetta kallast nú varla sumarbústaður sem þið eruð að fara í heheh...frekar bara svona einbýlishús en skemmtið ykkur vel.

 Kveðja,
Unnur Ylfa

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband