Veturinn mættur og kaos í DK

Þið trúið þessu ekki, loksins er veturinn kominn til DK og það með trompi. Ég hef nú búið hér í allmörg ár orðið og þetta er líklega einn sá mesti snjór sem ég hef séð. Allt lagðist niður í morgun og Davíð var að fara af stað í vinnuna, en ég sem átti að fara í kvöldvakt í dag verð að vera heima...líklega hefði ég geta farið í vinnuna með rútu en vöggustofan er lokuð vegna veðurs svo ekki fer ég langt meðan Björk er heima...frábært eða þannig. Nú við verðum líklega að gera eitthvað gott úr þessu og á eftir skellum við okkur bara í vetrarfötin og förum aðeins út í snjóinn...kannski fáum við lánaða snjóþotu.
Njótið dagsins það ætlum við að reyna...vona bara að snjórinn fari það mikið svo við getum farið í sumarbústaðinn á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband