Nú er mín helgi að verða búin því á morgun byrjar vinnuvikan sem svo að sjálfsögðu verður ansi stutt. En þar sem ég var að vinna um helgina þá var ég í fríi í dag og í gær...ljúft. Er bara búin að stússast og gera sem minnst en Björk fór auðvitað í vöggustofuna og hefur hún skemmt sér konunglega þar að vanda. Sem betur fer segi ég nú bara því þá er ekki eins erfitt að skilja hana eftir, en henni líður ferlega vel.
Því miður er Davíð veikur í dag, satt best að segja er hann bara stútfullur af kvefi...jammí :( Svo hann var líka heima en hann svaf meira eða minna allan morguninn.
Svo er það nú alveg magnað hvað tíminn líður hratt, það eru ekki nema þrjár vikur þangað til við komum heim og þangað til hún Stella á að fermast...sem er frábært. Langt síðan við höfum komið heim, eða allaveganna síðan Davíð var heima, svo það verður örugglega brjálað að gera og mikið stuð.
Mér þykir leitt að engar myndir hafa verið settar inn með færslunum en ég get það ekki og er að bíða eftir svari frá þessu liði sem sér um blog.is og það sama er að segja um athugasemdir, því mér skilst að það sé líka eitthvað erfitt.
Well hafið það sem best
Knus héðan
Athugasemdir
hlakka mega mikið til að sjá ykkur um páskana ;) Við erum ekkert að fara út neitt...Tryggvi minn ætlar líka að koma um páskana :) VEIVEI
Meiriháttar hvað Björkin er sátt með lífið og tilveruna - þið eruð eflaust góðir uppalendur!! bra bra ;)
Góðan bara til Davíðs
KNÚS KNÚS
Elsa Nielsen, 6.3.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.