Jæja þá kom að því að Björkin veiktist og við foreldrarnir þurfum að skipta á milli okkar veikindadögunum. Á þriðjudagskvöldið fékk Björk svaka hita og er búin að vera með hita síðan....man! Á sama tíma kom í ljós að það væru bakteríur í eyrunum hennar, sem mjög líklega eru orsök hitans, svo hún er því miður komin á pensílín. Hún er alveg ótrúlega hress greyið og í dag var ég mikið að velta því fyrir mér að hún hefði alveg eins geta verið á vöggustofunni...snarhætti því þó þegar hún vaknaði af lúrnum sínum um eittleytið, því þá sá ég að annað rörið var komið út...frábært eða þannig. Við drifum okkur því til læknisins og sagði hún að hún ætti að klára kúrin svo skíturinn færi úr litlu eyrunum og svo tókum við frá nýjan tíma fyrir rör...man Björk ætlar greinilega að verða eyrnabarn alveg eins og mamma sín...hefði alveg mátt sleppa því. Svo staðan er þannig í dag að ég verð heima aftur á morgun og svo vonum við að hitinn verði farinn á mánudaginn og allir geta farið í sína vinnu.
Um helgina eru foreldrarnir að fara keppa í liðakeppninni...en við getum víst ekki státað af mikilli æfingu svo það verður skemmtilegt að sjá hvernig það fer...híhí.
Annars verður bara slakað á og haft það gott...og auðvitað farið í ungbarnasund ef Björk er hitalaus...við skulum reyna að muna eftir myndavélinni í þetta skiptið því Björk er algjör snilld með sundhettuna sína.
By the way...vorið er á leiðinni til okkar um helgina á að vera 11 stiga hiti...íha, sumar, sumar og sól...get ekki beðið.
Hitakveðjur
Aðalheiður
Athugasemdir
Ææii en leiðilegt með litlu sætu eyru...en ég segji bara - velkomin í "verð heima með veiku barni" hópinn ;) Þetta bara fylgir - hehe
Gangi ykkur vel í liðakeppninni - vonandi hressis Björkin ykkar fljótt!
Knús - hlakka til að sjá ykkur!!!
Elsa Nielsen, 11.3.2007 kl. 19:47
Æjæj, vonandi hressist snótin fljótt og vel.
Kv.Bryndís og co
Ps. Nýjasta viðhengið hefur fengið nafnið Kolbeinn
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.