Ég veit ég veit...það er allt of langt síðan maður hefur gefið sér tíma til að blogga, enda er maður að læra nýjar venjur þar sem báðir foreldrarnir eru farnir að vinna...hehe, aðeins öðruvísi en að vera heima! Síðasta vika flaug áfram og allir voru voða ánægðir í sinni vinnu. Björk finnst enn svaka gaman á vöggustofunni þrátt fyrir langa daga, svo við getum ekki kvartað. Svo kom helgin og loksins var farið í sumarbústaðarferðina, en henni var jú frestað vegna veðurs. Helgin var því alveg æði, með fullt af mat, slökun og útiveru...gaman gaman. Við fórum jú með fjölskyldunni á móti, Sigrúnu, Skúla, Guðjóni Stein og Silju Kolbrúnu (SSGSK) og við vorum öll sammála um að þetta ætti maður nú að gera oftar. Nú og svo gerðist jú allt um helgina maður, Björk fékk tönn nr. 2 og Silja Kolbrún fékk tönn nr.1, og svo fór hitt rörið úr eyranu á Björk svo nú eru engin rör eftir svo það verður spennandi hvort við fáum andvökunætur þangað til hún fer aftur í rör en það er á miðvikudaginn í næstu viku. En verð þó að viðurkenna að það byrjar ekki neitt svaka vel því að þegar hún var lögð í rúmið þá var hún með ansi háan hita. Svo nú verður spennandi að sjá hvort hún verði veik á morgun...sem mér finnst líklegt..litla greyið :(
Well, læt vita hvernig vikan fer.
ps. setti inn myndir á myndasíðuna undir albúim 8-9 mánaða
Athugasemdir
Var að skoða myndirnar - Björkin er svooooo mikil rúsínubolla - yndislega sæt ;) Hlakka til að sjá ykkur um páskana! Vonandi nær hún sér í eyrunum litla dúllan.
Knúúúúúús
Elsa Nielsen, 20.3.2007 kl. 21:55
Elsku Björk
Vonandi er þér að batna í eyrunum. Mikið hlakka ég til að þú komir til Íslands og mikið ertu myndarleg á myndunum. Knús amma Erla
Amma Erla (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 07:58
Hlakka roooosamikið til að sjá ykkur! Verðum að ákveða dag til að hittast!!
Kv. úr Breiðholtinu, Oddný
oddný (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.