Komin til DK eftir páskaferðina

Kæru allir íslendingar stórir og smáir.

Þá erum við komin aftur til DK eftir heimferðina miklu. Alltaf gaman að vera á klakanum og hitta á vini og vandamenn..og sjá að allir hafa það gott. Að sjálfsögðu var mikið prógramm og flökkuðum við á milli boða og þar með mikils matar. Ég get svo svarið það ég held við höfum sjaldan borðað eins mikið á ævinni...nammi namm, hehehe. Björk stóð sig eins og hetja og flakkaði á milli manna eins og hún hafi aldrei gert annað, með bros á vör að vanda. Við þökkum fyrir allar samverustundirnar.Svona leið fyrsta vikan hjá okkur og þar með páskarnir og þá fór Davíð heim til DK og ætluðum við Björk þá heldur betur að fara í heimsóknir til hinna ýmsu, en því miður veiktist Björk og þar með varð ekkert úr heimsóknum það sem eftir var ferðar. Þannig að þegar ferðadagurinn rann upp þá var Björk með magakveisu, upp og niður, en við ákváðum samt að drífa okkur af stað og gekk ferðin svaka vel. Greyið Björk svaf meirihluta leiðar og gubbaði ekkert fyrr en í lokin, en var það nú lítið. Við vorum því fegnar þegar heim var komið. Nóttin var þó ekki góð þar sem Björk var ansi illt í maganum sínum og var mikið vakandi, svo við vorum hálfsofandi til hádegis. Í dag hefur hún því miður verið ansi pirruð greyið en sofnaði sæl og södd, því loksins vildi hún aðeins borða...og það kom ekki upp.

Til þeirra sem við náðum ekki að hitta viljum við segja að okkur þykir það ömurlegt og vonumst til þess við hittumst sem fyrst...Kissing.

Nú að lokum langar mig að láta ykkur vita að við erum strax farin að sakna ykkar en við erum þó ekki farin að sakna veðursins, því í dag fórum við aðeins út að njóta þess að það var 17 stiga hiti og sól....mmmmmmmm.

Kveðjum að sinni og lofa að henda inn myndum næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ og takk æðislega fyrir síðast. Ekkert smá gaman að hafa hitt ykkur yfir páskana. Gaman að sjá hvað Björkin hefur stækkað og þroskast mikið. Leiðinlegt að heyra að hún hafi veikst en gott að heimferðin hafi gengið vel.

Njótið ykkar nú í sólinni en við hér heima þurfum að láta rigninguna duga í bili.

Knús og kram frá fyrrverandi yfirbúum.

Þóra Björk (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 12:13

2 identicon

Hæ, hæ

Ég sakna þín strax Björkin mín og mömmu og pabba líka.

Saknaðarkveðjur

Amma Erla 

Erla amma (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband