Verð að viðurkenna að það er hálf asnalegt að segja þetta því það er sko engin sumardagurinn fyrsti hér...svo við erum sko bara búin að vinna í allan dag og veðrið í dag er sko ekkert sumarveður..frekar haustveður, vindur og rigning öðru hvoru.
Héðan er allt gott að frétta. Björk fór til eyrnalæknis og loksins fengum við góð svör, eyrun líta vel út...vei vei. Hún er líka búin að jafna sig af ælupestinni og farin að borða eins og svín svo nú líkist hún sjálfri sér. Annars er sosem ekkert sérstakt, lífið gengur sinn vanagang og við að komast inn í rútinurnar aftur eftir fríið á klakanum. Erum að fara út annað kvöld að hitta vini okkar en Pernille ætlar að koma og líta eftir Björkinni. Og svo ætla Davíð og Skúli að fara til Þýskalands á laugardaginn og kaupa eitthvað gott og sniðugt að drekka...híhí.
Athugasemdir
Hæ öll og GLEÐILEGT SUMAR - reyndi að hringja áðan til óska ykkur gleðilegs sumars en allir í vinnunni sinni! Við hér á Kambsó vorum í fermingarveislu og útdeildum líka sumargjföum (bókum og bolta) til ýmiss smáfólks í fjölskyldunni.
knús og kram
Erla amma (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:45
Hæ öll og GLEÐILEGT SUMAR - reyndi að hringja áðan til óska ykkur gleðilegs sumars en allir í vinnunni sinni! Við hér á Kambsó vorum í fermingarveislu og útdeildum líka sumargjöfum (bókum og bolta) til ýmiss smáfólks í fjölskyldunni.
knús og kram
Erla amma (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.