Litla fjölskyldan

Jæja, þá fór síðasti gesturinn í þetta sinn. Sumarið er búið að vera skemmtilegt og viðburðarríkt. Fyrst kom Björk ansi óvænt í heiminn og svo komu allir afarnir og ömmurnar svo það hefur verið nóg að gera hjá litlu fjölskyldunni upp á síðkastið. Okkur hefur fundið það æðislega gaman og sérstaklega skemmtilegt er að sýna Björk og erum við að sjálfsögðu óendanlega stolt af litlu stelpunni og eins og öllum foreldrum þá finnst okkur hún vera fallegasta og duglegasta barn í heimi. Mamma Davíðs fór heim í morgun og vonum við að hún hafi haft góða ferð og að það sé ekki of kalt heima eftir allan hitann hér í Danaveldi. Hún endaði heimsóknina á því að leigja bíl yfir helgina og fórum við til Odense á laugardaginn, og var það frábært þar sem gamli bærinn þar er mjög fallegur. Í gær fórum við svo til Silkeborgar og að skoða Himmelbjerget. Sko Himmelbjerget er sko ekkert himnafjall en það er alveg ótrúlega fallegt þarna og í kring. Maður getur farið í bátsferð frá Silkeborg og silgt um vötnin þarna í kring og það held ég að sé enn fallegra svo það gerum við næst þegar við förum að skoða. Mælum eindregið með að fara þangað. Svo skemmtilegur endir á gestatörninni miklu. Nú tekur svo næsti mánuður við þar sem við í litlu fjölskyldunni ætlum að njóta og kynnast enn betur. Gaman gaman.
Í dag fórum við svo í góðan göngutúr, en við gengum að heiman og alveg niður í bæ, það eru ca. 5 km, s.s. fínn göngutúr í góðum hita. Já sumarið heldur áfram og hitinn á að halda eitthvað áfram. Fórum svo í heimsókn til Þóru og Margrétar og sú stutta hefur heldur betur stækkað. Á morgun koma svo tvær vinkonur mínar úr vinnunni og ætlum við að grilla saman og njóta veðurblíðunnar annað kvöld.
Já ekki má gleyma að segja frá því að Davíð og fleiri íslendingar hér ætla á fótboltaleik en FC Barcelona kemur og spilar æfingarleik við AGF. Svo ætli það sé ekki bara frumraun Eiðs fyrir þá og þau eru svo heppin að geta séð það. Því miður verð ég bara heima en ég fæ líka að vera hjá Björk í staðinn, sé leikinn bara í sjónvarpinu...vonandi verður hann sýndur. Svo fer Brynja og fjölskylda jú bráðum að flytja til Árósa svo við verðum fleiri og fleiri hérna. Og Brynja ef þú sérð þetta þá hafðu endilega samband ef þið þurfið hjálp við flutninga og annað. Jæja vonandi er veðrið ekki allt of leiðinlegt á klakanum....híhí...ég er að kafna úr hita...haha

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg nýja síðan, alltaf svo gaman að fylgjast með ykkur fjölskyldunni. Ég væri alveg til í að fá eitthvað af þessu góða veðri hingað til okkar en hitinn mætti samt ekki vera svona mikill það færi alveg með mig :)

Kv.
Unnur Ylfa

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 08:58

2 identicon

Hæ fjölskylda,
fékk skilaboðin frá ykkur á síðunni minni. við komum til Árósar um hádegið 1.ágúst og fáum gáminn heim til okkar kl.13:00 og þá ætlum við að fara taka allt úr honum bara reyna rumpa þetta af. Hvernig er staðan hjá ykkur þá?
Við búum við Brobjerg Parkvej 14, Ega ef þið viljið kíkja. Er bara við Greenavej.
Hlakka til að hitta ykkur.
kær kveðja Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 14:42

3 identicon

Hæ fjölskylda,
fékk skilaboðin frá ykkur á síðunni minni. við komum til Árósar um hádegið 1.ágúst og fáum gáminn heim til okkar kl.13:00 og þá ætlum við að fara taka allt úr honum bara reyna rumpa þetta af. Hvernig er staðan hjá ykkur þá?
Við búum við Brobjerg Parkvej 14, Ega ef þið viljið kíkja. Er bara við Greenavej.
Hlakka til að hitta ykkur.
kær kveðja Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 14:44

4 identicon

Halló halló
Bara að tékka hvort Davíð væri nokkuð hættur að skoða póstinn sinn þar sem ég er nú á leiðinni og var að spá í að kíkja í heimsókn, en verið allavega í bandi og bið að heilsa.
Magoo

Magooo (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband