Sumar og sól og massívur hiti.

Sko, ég veit mjög vel að það líður allt of langt á milli, en ég ætla að bæta það upp í dag og setja inn fullt af myndum en ekki skrifa lítið.

 Héðan er allt best að frétta. Vinnan gengur eins og í sögu hjá okkur báðum og við njótum þess að Davíð sé ekki í neinum prófum. Hildigunnur systir er búin að vera hjá okkur um helgina, en við keyrðum til Köben og hittum hana þar í gær og keyrðum heim um kvöldið og í dag var farið á ströndina því það er allt of heitt til að vera annars staðar....dejligt. Því miður fer hún á morgun en við sjáumst sem betur fer aftur fljótlega þar sem við munum eyða hluta úr sumarfríinu okkar með þeim mæðgum og ekki má gleyma Stellu systur Davíðs. 

 Well, njótið að skoða myndirnar af snillingnum okkar(sjá albúm)

 

Hitaknus

AðalheiðurBjörk að reyna ná myndavélinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegt að sjá loksins nýjar myndir. Sjáumst innan tíðar.

Ástarkveðja

Amma Erla

Erla amma (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:27

2 identicon

Ógeðslega fyndið. Var inn á einhverri bloggsíðu (man ekki hvar) og sá mynd af bloggvininum 3 Amigos. Það fyrsta sem mér datt í hug var hvað þetta barn væri líkt Aðalheiði einni af mínum skemmilegustu æskuvinkonum úr Langholtsskóla. Og viti menn. Þetta bara var dóttir þín. Það hlýtur að vera allt of langt síðan við töluðumst síðast saman fyrst þú ert orðin mamma. En til lukku með það. Góðar fréttir. Vona að þú hafir það gott í Danaveldi. Ég bý í Sheffield, en er að flytja heim í júlí og þá sennilega til Madrídar. Löng saga, sem verður að bíða betri tíma.

Kveðja, Kristín Bjöss í 9. HJ

Kristín Bjöss (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 18:23

3 identicon

Yndislegt að sjá nýjar myndir.

Ástarkveðja, Amma Hrönn

Amma Hrönn (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 15:44

4 identicon

Sko þú verður að vera duglegri að blogga! Datt þú í hug þegar ég sá þetta video. Sennilega hefur þú séð það áður en þetta eru norsarar að gera grín af dönkunni: http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk

sendu mér endilega tölvupóst!

Þín amma Kristín

Amma Kristín (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Björkin ykkar er hrikalega mikið krútt :) Gaman að heyra í þér Aðalheiður um helgina! KNÚÚÚS í kotið

Elsa Nielsen, 18.6.2007 kl. 09:46

6 identicon

Nei hæ!

Náði loksins að finna síðuna ykkar og nú fæ ég loksins að njósna um ykkur í Kobenhavn; )

 Frábært að heyra að allt gengur vel og ég sé að Björk litla er alltaf jafn kát og sæt!

Hörku góðar kveðjur héðan frá Dublin og vonandi hittumst við aftur fljótt!

 Kossar og knús,

Guðrún frænka og Jesper

Guðrún Ösp (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:21

7 identicon

Ekki getiði meilað á mig aðgangsorðið á myndunum ?

 Takk ; )

Guðrún Ösp (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband