Ágúst nálgast óðum

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Björk er orðin 10 vikna gömul, gestirnir komnir og farnir og ágúst er handan við hornið. þetta hlýtur að þýða að sumarið hafi verið frábært....hvernig er líka annað hægt þegar Björk er annars vegar. Nú héðan er allt gott að frétta, erum bara að njóta þess að vera til og hitta vini og sona. Í gær hittum við Finn, Þóru og litlu Margréti Þóru og fórum á kaffihús, mjög skemmtilegt. Margrét er alltaf jafn skemmtileg og brosmild...sérstaklega þegar hún er að borða þá lítur hún út fyrir að hafa borðað með öllu andlitinu og hún er dugleg að gefa hundunum með sér...híhí. Í dag þá buðu vinafólk okkar, Karen og Hjörtur, okkur heim til sín í síðbúinn brunch svo það verður svaka gaman. Ætlum að taka myndir og setjum svo inn á morgun. Sumarhitinn hefur aðeins lækkað þannig að það er líft að vera úti núna án þess að svitna eins og motherfuc....
Af Björk er allt það besta að frétta, hún er algjör engill að vanda. Síðastliðnar fimm nætur hefur hún sofið alla nóttina, eða frá ca 23.30 til sjö eða átta morguninn eftir, svo við foreldrarnir kvörtum ekki yfir góðum nætursvefni, eins og ég segi þá er hún alveg ótrúleg litla Björkin okkar. Hún spjallar og spjallar og er farin að brosa skemmtilega til okkar oft á dag. OG forvitin er hún, horfir mikið í kringum sig og spekulerar yfir heiminum...gaman gaman. Jæja ætla að hafa mig til og dunda mig svo við að setja inn fleiri myndir á morgun svo allir geta séð hvað litlan er orðin mannaleg og komin með stórar kinnar...híhí

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband