Mánudagur...og hvað með það?

Björk 10 vikna
Þá leið helgin, en fyrir fólk eins og okkur sem ekki erum að vinna þá skiptir það akkúrat engu máli. Sunnudagurinn var samt ferlega skemmtilegur því við fórum í brunch til vinafólks okkar sem sögðu okkur þær gleðifréttir að þau eru að fjölga við sig í febrúar svo það verður heldur betur gaman að fylgjast með þeim. Heimsóknin hjá þeim varð heldur betur viðburðarrík, því veidd var þessi svaka kónguló í glas og til að gera það meira spennandi var náð í flugur og pöddur handa henni að veiða. Því miður þá stóð hún sig ekki nógu vel svo hún var svæfð með hárlakki á endanum. Nú fyrir utan pöddur og hita þá fengum við þennan dýrindismat og var svo boðið í kvöldmat líka svo við kvörtum ekki. Björk lét líka vita af sér og var dugleg að kúka í bleyjuna sína og þegar mamma var búin að skipta tvisvar á stuttum tíma fannst mér vera komin tími á pabbann að skipta um kúkableyju og jújú það gerði hann. Í miðju klíðum þá heldur samt Björk bara áfram að kúka...og var næstum því búin að hitta pabba sinn í einu skotinu...frekar spaugilegt...gaf bara skít í hann...haha.
Dagurinn í dag er búin að vera heldur rólegri, ég fór reyndar út að hlaupa í morgun, svaka dugleg. Síðan fórum við út í búð rétt eftir hádegi (mjög spennandi - eða þannig) og svo fór Davíð í fótbolta...geggjað duglegur. Björk hinsvegar hefur sofið meira eða minna í allan dag...hún tekur svona sofudaga stundum. Að lokum fórum við yfir til nágrannanna að spila Settlers...sem er alveg frábært spil.
Já og svo er hárdagurinn mikli á morgun því hún Karen er svo nice að hún ætlar að koma hingað og klippa mig og lita...gvuð hvað ég hlakka til því ég hef ekki farið í klippingu síðan í byrjun mars...sem er langur tími þegar maður heitir Aðalheiður.
Set fleiri myndir inn á myndasíðuna og video af Björk...kíkið. Er hún ekki orðin mannaleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband