Elsku þið...þið verðið að afsaka en..

...við erum alveg húðlöt þessa dagana, sérstaklega þegar kemur að því að blogga...sorry! 

Héðan er allt hið besta að frétta. Búin að fá Hildigunni og mömmu í heimsókn, þær komu ekki saman. Það er svo gaman að fá heimsóknir og snúllast eitthvað með fólkinu. Björk var því miður veik þegar amma Erla var í heimsókn en í staðinn fékk amma að passa alveg fullt sem þeim fannst geggjað gaman. Það kviknaði á ljósaperunni hennar Bjarkar þegar amma var hérna því allt í einu, eftir margra mánaða strit hjá foreldunum þá gat Björk sýnt hversu stór hún er...he he og þið getið rétt ýmindað ykkur fögnuðinn. Björk er annars farin að segja hæ við allt og alla, mjög skemmtilegt. Svo segir hún mamma og sagði í fyrsta skipti í kvöld pabbi (notar þessi orð þó ekki alveg rétt), kann líka að segja se um leið og hún bendir, og einhvers konar burri, hljómar meira eins og bssss. Svo kann hún að segja aaaa um leið og hún strýkur manni og svo kyssir hún foreldra sína og knúsar út í eitt. Mjög skemmtilegt...og svo að sjálfsögðu þá hlær hún mjög mikið.

Ég var því miður að vinna um helgina svo feðginin voru að dúlla sér heilmikið fóru meðal annars í Bambagarðinn og skemmtu sér vel. 

Svo vil ég óska Lottu Láru frænku minni til hamingju með 1. árs afmælið í gær. Og pabba hennar til hamingju með daginn í fyrradag.

 Og Elsa Pelsa kasólétta til hamgju með afmælið á morgun...vei vei.

kveðja héðan

Aðalheiður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kveðjuna sæta :)

Ofsalega er Björk orðin dugleg...sé hana alveg fyrir mér knúsa og brosa ;) Hlakka til að sjá ykkur einhvern daginn..

KNÚÚÚS

elsa (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband