Ég fæddist þann 21. maí 2006 klukkan 6.36, á Skejby Sygehus í Danmörku. Viðstödd fæðinguna var pabbi minn og hann klippti á naflastrenginn.
Ég var að drífa mig soldið í heiminn svo mamma var eingöngu búin að ganga með mig í 36 vikur og 3 daga, svo í raun var ég pínu fyrirburi, en var samt svaka fín.
Ég var nefnd, Björk, þegar ég var tæplega mánaðar gömul, foreldrar mínir ákváðu nafnið 15. júní.
Þegar ég fæddist vó ég 2540 gr og var 47 cm á lengd.
Þegar ég var 8 daga var ég 2500 gr og 48 cm á lengd.
Þegar ég var 3 vikna var ég 2900 gr.
Þegar ég var 5 vikna var ég 3300 gr og 50,5 cm á lengd.
Þegar ég var 6 vikna var ég 3600 gr og 51,5 cm á lengd.
Fyrsta brosið kom þegar ég var ca. 5 vikna en varð stabilt þegar ég var ca. 6 vikna.
Framhald kemur reglulega
Meginflokkur: Björk | Aukaflokkur: Dagbók Bjarkar | Þriðjudagur, 1. ágúst 2006 (breytt 2.8.2006 kl. 16:43) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.