Fyrsta skipti í sund

Tígrísdýrið mikil
Björk er frá og með deginum í dag sunddrotting. Í morgun byrjaði hún nefnilega í ungbarnasundi og verðum í sundi á hverjum laugardegi þangað til í byrjun desember. Við vorum geðveikt heppin því yfirleitt er biðlist í ungbarnasundið en við fengum pláss, reyndar þurfum við að fara á fætur áður en heimurinn vaknar til að vera mætt klukkan 8 á laugardagsmorgnum en hvað gerir maður ekki fyrir börnin. Gleymdum auðvitað að taka myndavélina með okkur en lofum að taka myndir á næsta laugardag svo þá geta allir dáðst að henni í fína sundbolnum sem hún erfði eftir Eik frænku. Í vikunni hefur verið aðeins svalara svo maður hefur getað klætt stelpuna í föt og fór hún meðal annars í tígrísdýrsgallann sinn. Í kvöld fáum við svo nágrannana í mat og ætlum við að spila eftir matinn, mjög líklega verður það Settlers en þau kenndu okkur það spil um daginn og ég verð nú bara að segja að það er geggjað skemmtilegt. Á morgun koma svo fyrrverandi yfirbúar til okkar og ætlum við að eyða deginum saman og grilla svo um kvöldið. Frábær helgi, gaman gaman. Að lokum viljum við óska Jakobi Mána frænda og nýbökuðum stóra bróður til hamingju með afmælið í dag...vildum óska þess að við værum hjá þér að halda upp á það.
Ullandi Björk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adalheidur Palsdottir

Hey gleymdi að segja að við settum inn video á myndasíðuna af Björk..endilega kíkið og skrifið endilega athugasemdir hér það er svo gaman að heyra frá ykkur...knús

Adalheidur Palsdottir, 5.8.2006 kl. 13:06

2 identicon

Flott tígerisdýr segir amma Erla

erla og afi (IP-tala skráð) 5.8.2006 kl. 20:06

3 identicon

Mikið var gaman sjá vídeóið og sú er orðin pattaraleg!
kveðja
Amma Erla

amma Erla (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband