Je minn eini hvað tíminn flýgur, áður en við vitum af þá er Björk orðin eins árs....nei við erum sko að njóta hennar núna. Á hverjum degi heyrum við ný hljóð frá henni og stærra bros og hlátur...gaman gaman. Vikan hefur heldur betur verið viðburðarrík. Mánudagurinn var reyndar hálfgerður letidagur nema Davíð fór í fótbolta hjá Heklu, íslenska fótboltafélagið hér í Árósum. Á þriðjudeginum fór ég svo á fyrstu badmintonæfinguna mína, sem var alveg frábært að slá boltann...og að sjálfsögðu þá voru höggin ekkert spes og ég er eins og þung hæna á vellinum...en það kemur vonandi allt saman. Á meðan ég var að spóka mig á vellinum þá voru Björk og Davíð heima...ég var bara búin að mjólka í pela sem Davíð gaf Björk þegar hún var orðin svöng...frábært. Svo kom miðvikudagurinn en um morguninn kom mæðragrúppan til mín og var það ferlega huggulegt. Um kvöldið fór ég og Björk á kaffihús og hittum, Christina, Nanna og Maibritt, vinkonur mínar úr vinnunni. Það var æðislegt að hitta þær annars staðar en hér heima. Eftir tæpa tvo tíma á kaffihúsi fannst Björk nóg komið svo við héldum heim á leið. Vinir Davíðs voru hér að spila póker svo við vorum settar í útlegð inn í herbergjum, svo Björk fór að sofa og ég að lesa...mjög fínt. Davíð heilar tuttugu krónur í pókernum svo það getur vel borgað sig að spila póker öðru hvoru...haha! Nú í gær fórum við svo í baby bíó. En það er sýning kl.11 um morguninn sem er tilætluð foreldrum. Þetta þýðir að maður tekur barnið með sér og annað hvort hefur það inni í salnum hjá sér eða ef það sefur þá liggur það í barnavagninum sínum fyrir utan salinn og þá er einhver þar sem lætur mann vita ef það fer að gráta. Geðveikt sniðugt, það er líka búið að lækka hljóðið og ljósin í salnum er dempuð en ekki slökkt. Svo við sáum Superman - Returns og Finnur, Þóra og Margrét vorum með okkur. Eftir bíó fórum við svo og fengum okkar að borða og sátum úti, en það er víst ekki svo sniðugt þessa daganna því það er algjör geitungafaraldur hér í DK þessa daganna. Það lá við að við borðuðum þá því þeir voru svo ágengir í matinn hjá manni. Í dag hefur fjölskyldan slakað á að mestu leyti og í töluðum orðum liggur Björk ofan á pabba sínum og steinsefur...mjög notalegt. Jæja set myndir og video inn á myndasíðuna skoðið. Knus frá DK.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.