Sunddrottningin hún Björk

Björk og mamma í sundi
Jæja, þessa daganna eru laugardagarnir teknir snemma þar sem við eigum að vera mætt í ungbarnasund kl. 8.00 og strætó tekinn um hálf átta leytið. En við erum jú svo árrisul...ja það er að segja foreldrarnir eru en Björk aftur á móti er ekki alveg til í að vakna sona snemma, svo við þurftum að vekja hana í morgun...híhí. En það var að sjálfsögðu svakalega gaman í sundi og Björk fór í kaf í fyrsta sinn og tók því eins og sannur íslendingur. En hvað finnst ykkur, tekur hún sig ekki bara vel út í sundbolnum sem hún fékk frá Eik frænku?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegar sundmyndir - mikið væri nú gaman að fá að fara með í sund :-) segir amma Erla

Erla amma (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 10:15

2 identicon

Hrikalega er hún sæt :) Nú fer ég að senda ykkur pakkann...þetta gengur ekki lengur!!!..og föt...og sundboli fyrir næstu árin ;) Björk er greinilega mikill nautnaseggur eins og prinsessan okkar - næstum sofnuð í sundinu. hehe
Hlakka til að hitta Björkina litlu - vonandi bráðum. Knús og sakn - Elsa

elsanielsen (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 10:39

3 identicon

Hún er alveg obboslega fín í sundi í Eikar-sundbol. Hlakka til að sjá hana einhvern tíma í sundi. Knús, amma Hrönn

amma Hrönn (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 14:24

4 identicon

Hún er obboslega fín í sundi í Eikar-sundbol. Hlakka til að sjá hana í sundi einhvern tíma. Knús amma Hrönn

amma Hrönn (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband