12 vikna og í fullu fjöri

Björk sitjandi hjá mömmu
Sko...nú er komin fimmtudagur og litla fjölskyldan vöknuð og komin á ról. Nóttin var að vanda fín, Björk svaf til klukkan átta og vildi þá fá smá að borða...sofnaði þá aftur í rúminu hjá pabba og mömmu, vaknaði svo aftur um tíuleytið og vildi fá meira að drekka...sofnaði enn og aftur og vaknaði svo klukkan ellefu spræk og tilbúiin í slaginn. Enda var hún drifin í bað og er því hrein og fín í dag. Nú er hún svo úti í vakni að leggja sig. Á meðan hefur gesturinn hann Maggi bara sofið og sofið...enda ekki srkítið þar sem hann var í löngu ferðalagi í gær. Þessi lýsing á nóttinni er mjög týpisk fyrir Björk, sofa sofa sofa...ég held hún hafi fengið "sofuhjartað" hans pabba síns, enda sofa þau oft saman þegar mamma er farin fram úr. Í dag ætlum við svo að kíkja í bæinn og skoða smá í búðir...híhí, gaman gaman.
Gleymdum alltaf að segja að Unnur Ylfa og Þröstur eignuðust lítinn sætann snáða um daginn...við óskum þeim til hamingju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið að heilsa Maggú!
Hrikalega er Björk sæt á þessari mynd.
Endilega kíktu á nýjar myndir á blogg/myndasíðunni minni - elsanielsen.blog.is
Knús knús

elsa nielsen (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband