Snillingurinn hún Björk

dsc02032.jpg
Jæja, þá var Björkin vigtuð og mæld í dag og að sjálfsögðu stendur hún sig eins og hetja og hefur stækkað og stækkað. Hún er orðin 4800 gr og 58 cm, þannig að hún fylgir sinni kúrvu vel og aðeins betur en það. Auðvitað er hún aðeins fyrir neðan meðaltalið en það er alltaf gott að vera smávaxin (skrifað af konu með reynslu). Hjúkkan hrósaði henni líka mikið fyrir hvað hún var dugleg, hún sagði að hún héldi höfði eins og hún væri 4 mánaða og að hún væri rosa dugleg við að setjast upp og vera á maganum....sem sagt við höfum eignast snilling. Og auðvitað var hjúkkan mjög hissa á að heyra að hún svæfi alla nóttina og fannst ekkert skrítið að hún svæfi lítið yfir daginn og að hún væri alltaf að borða þegar hún sefur sona mikið og lengi án þess að borða....nú eins og þið getið ýmindað ykkur eru foreldrarnir að springa úr stolti, en nóg af monti. Þá er alltaf nóg að gera að vanda..gaman gaman. Í gær komu Bergþór og Guðrún (móðurbróðir Davíðs) í heimsókn en þau voru í Árósum á námskeiði og fundum, það var auðvitað alveg frábært að hitta þau og gaman að þau skyldu hafa samband. Í kvöld er svo sameiginleg þrif á stigaganginum og sjáum við um smá kaffi á eftir. Já og á þriðjudaginn fórum við á æfingu, bæði og tókum við bara Björk með okkur. Davíð fór á fyrri æfinguna og ég á seinni þannig planið var að Davíð myndi svo fara heim með Björk og þar gefa henni pela og leggja í rúmið, en litla Björk var ekki sammála þessum plönum og vildi vera lengur niðurfrá svo það endaði með að þau biðu eftir mér og Brynja...já ég dreif Brynju með mér á æfingu en hún er nýflutt til DK...skutlaði okkur svo heim...hjúkk maður. Þetta var fyrsta æfingin hans Davíðs og ég get lofað ykkur því að hann labbar eins og.......og á mjög erfitt með að setjast og standa upp...híhí, og auðvitað hlæ ég bara að honum. Nú set inn nokkrar myndir bæði hér og á myndasíðuna, ekki gleyma að skoða videoin. Knus frá árósarfólki

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get alveg ímyndað mér hvernig Davíð líður eftir æfinguna vá hvað ég myndi verða alveg eins. Annars gott hjá ykkur að skreppa á æfingu líst vel á það.
Biðjum að heilsa ykkur.

Unnur Ylfa og co (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 10:06

2 Smámynd: Elsa Nielsen

ÓMÆGOD hvað Björkin er sæt :) Þið megið alveg vera montnust!!

Hlakka óheyrilega til að knúsa hana!

KNÚS

Elsa Nielsen, 25.8.2006 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband