Við vorum svo heppin að vera boðið í mat til, Finns og Þóru, fyrrverandi yfirbúar okkar á Östergade. Við mættum bara snemma svona til að geta spjallað aðeins, því nú verður maður víst að fara heim á skikkanlegum tíma þegar maður er með gullklump með sér. Það var alveg ferlega huggulegt að vera hjá þeim og var spjallað um allt á milli himins og jarðar. Okkur finnst samt slæmt að þau séu að flytja heim á klakann, því þau eru búin að vera hér allan þann tíma sem við höfum verið hér þannig að það verður hálfskrítið að geta ekki hitt þau og verið með þeim....sakn sakn. Björk var svaka góð og fór bara að sofa í vagninum sínum með sængina sína á venjulegum tíma og rumskaði ekki við strætóferð né þegar við komum heim og hún færð yfir í rúmið sitt, alveg frábært. Nú svo rann laugardagurinn upp og þó það sé ekki liðið mikið af honum held ég að ég hefði bara átt að draga sængina upp fyrir haus og vera í rúminu í dag. Hann byrjaði nú annars vel og rólega og við vorum komin út í góðum tíma til að ná strætó í sundið. Þegar við svo stöndum í strætó föttum við að við höfðum gleymt töskunni hennar Bjarkar....og hvað þá? Jú við út úr strætó og inn í strætó aftur til baka. Davíð hljóp svo heim og náði í töskuna og við upp í næsta strætó. Síðan hlupum við frá stoppustöðinni í sundið og greyið Björk var vakin og snarlega afklædd og í sundið. Nú sundið byrjaði vel og Björk kafaði tvisvar og fannst bara gaman. Svo fengum við kennarann til að sýna okkur það sem við höfðum misst af af því við komum aðeins of seint og þá var gamanið búið og Björk komin með nóg. Komum svo við í bakarí á leiðinni heim til að sleikja sárin og til að slaka á ofan á allt saman. Ég ákveð svo að skrifa um síðustu afrek okkar hér á blogginu og ætla að henda myndunum inn frá í gær...haldið ekki að ég skoði bara myndirnar, sem eru geggjað fínar, tek myndavélina úr tölvunni og eyði myndunum af myndavélinni. Og þegar ég klára það fatta ég að ég hafði aldrei yfirfært þær á tölvuna svo ekki varð meira úr þeim myndum. Þannig að ef þið lesið þetta FInnur og Þóra megið þið gjarnan senda okkur myndir frá í gær.Eins og ég sagði áðan hefði ég átt að halda mig í rúminu í dag. Vona bara að ekkert fleira leiðinlegt gerist, sérstaklega þar sem við erum að fara í afmæli til Guðjóns Steins á eftir en hann er 2 ára í dag...risa stór. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GUÐJÓN STEINN.
Ef þið kíkið á myndasíðuna samt þá getið þið séð að ég hef tekið aðeins til á henni og vona ég að hún sé að eins aðgengilegri núna...lofa að setja inn myndir og myndskeið annaðhvort í kvöld eða á morgun.
Vonandi byrjar ykkar helgi betur en okkar...híhíhíhí
Ef þið kíkið á myndasíðuna samt þá getið þið séð að ég hef tekið aðeins til á henni og vona ég að hún sé að eins aðgengilegri núna...lofa að setja inn myndir og myndskeið annaðhvort í kvöld eða á morgun.
Vonandi byrjar ykkar helgi betur en okkar...híhíhíhí
Athugasemdir
Halló, litla fjölskylda í Danmörku! Til hamingju með Björk litlu. Amma og afi eru í mat hjá okkur og við fengum að skoða þessar fínu myndir af fjölskyldunni. Það er eiginlega einsog það hafi verið í gær sem að mamma Bjarkar var á þessum aldri :)Þið eruð nú dáldið líkar mæðgurnar og eitthvað flott er að skila sér frá ömmu Erlu. Björk er auðvitað alveg æðisleg. Er hún ekki að verða rauðhærð? Hún er voða fínt blönduð. Við hlökkum til að fá að sjá ykkur, bestu kveðjur Kristín og Freyr
Kristín og Freyr (IP-tala skráð) 26.8.2006 kl. 21:44
Hehe, suma daga já er best varið undir sæng bara. Takk æðislega fyrir síðast og ég er enn að jafna mig að hafa tapað fyrir Davis (failure) i Buzz. Við eigum eftir að sakna þess mikið að geta ekki hitt ykkur reglulega og haft það huggó. Við sendum ykkur bara myndirnar sem við tókum, ekki málið,
knús,
fyrrverandi yfirbúar
fyrrverandi yfirbúar (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.