Þá er sumarfríið búið

Á leið í fyrsta afmælið
Já, nú er Davíð byrjaður í skólanum og ég og Björk erum einar heimar...mjög skrítið. Björk ákvað líka að vakna fyrir klukkan átta í morgun sem er mjög sjaldgjæft. Ég hélt þá kannski að hún myndi taka sér lengri lúr í vagninum en nei, 40 mínútur og þá er Björkin bara hress á ný. Nú ef á að fara yfir helgina þá rættist nú heldur betur úr laugardeginum. Við fórum í afmæli yfir til Guðjóns Steins, sem var svaka huggulegt, við fengum ekta íslenskt að borða, flatkökur með hangikjöti, skúffuköku, kryddbrauð og annað gott. Um kvöldið kom svo vinkona mín hún Nanna í heimsókn og var það æðislega huggulegt að vanda. Svo kom sunnudagurinn og var mér boðið til stelpu, Zenia, úr badmintoninu í brunch ásamt öðrum stelpum úr badmintoninu. En Zenia vinnur hjá VILA sem "indköber" svo hún á massivt mikið af fötum, en í gær höfðum við möguleika á að skoða fötin hennar og kaupa það sem okkur leist á. Og viti menn ég fékk fullt af fötum fyrir mjög lítinn pening. Alltaf að græða mar. En ég og Björk ákváðum að labba þar sem það var alveg ágætisveður, á leiðinni heim kom alveg hellidemba þannig með regnslá yfir vagninum og ég með regnhlíf litum við örugglega mjög skemmtilega út. Björk hélst þurr en ég varð vel blaut á fótunum, en samt skemmtilegur göngutúr sem tók tæpan klukkutíma hvorn veg. Davíð dreif sig á æfingu og lenti líka í dembunni á hjólinu...úff. Um kvöldið fór ég svo í rauðvínsklúbb sem við íslensku stelpurnar á Moltkesvej ætlum að vera með...gaman gaman að tala um allt milli himins og jarðar....án barna. Björk varð bara eftir hjá pabba sínum. Setti inn nýjar myndir af Björk á myndasíðuna...kíkið. Knus og kram

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Björk, myndirnar eru svo flottar. Mikið ertu að stækka og alltaf svo fín. Hlakka voða til að sjá þig í október. Kveðja til ykkar allra. Amma Hrönn.

AmmaHrönn (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband