Það er heldur betur komið skap í þá stuttu, sem er mjög gott. Maður var farin að halda að hún hefði ekki erft skap foreldra sinna (og þá aðallega líklega móður sinnar..hehe). Allaveganna þá hefur hún nú gert það í einhvern tíma, að þegar hún er lögð í barnavagninn sinn þá hefur hún mótmælt með pínu grát sem hefur svo hætt eftir smá stund. En á mánudagskvöldið þegar hún átti að fara sofa byrjaði hún að gráta hástöfum þegar hún var lögð í rúmið, en viti menn þegar við tókum hana upp til að athuga hvort ekki væri allt í lagi þá hætti hún um leið og var mjög sátt svaka. Og hvað gera nýbakaðir foreldrar þá, því ekki er auðvelt að heyra litla gullklumpinn gráta svona sárt. En við ákváðum í sameiningu að leggja hana í rúmið og segja góða nótt (svona eins og venjan er) og fara út. Fáum mínútum síðar var svo farið inn og snuðið sett á sinn stað osfrv. Og jújú ekki þurftum við að fara inn nema tvisvar sinnum og þá var litla Björkin sofnuð....hjúkk mar. Heyrðu svo ákvað hún að hún nennti ómögulega að vera í vagninum sínum þegar ég var að versla í gær...ææææ, ég held ég hafi gleymt helmingnum af því sem ég ætlaði að kaupa þrátt fyrir að hún sofnaði. Tíhí...það er svo geggjað gaman að fylgjast með henni þessa dagana, hún fullorðnast og fullorðnast. Núna sefur hún vært en ég ákvað að vakna með Davíð til að eiga smá tíma áður en hún vaknar, því Björk tekur eingöngu power-nap á daginn, þar sem hún sefur svo vel á næturnar. Ég fór jú á æfingu í gær og var það svaka gaman, nema þegar ég vaknaði í morgun gat ég varla labbað þar sem mér er mega illt í hælnum...híhí fáránlegt. Held kannski að ég þurfi að fara kaupa mér nýja badmintonskó - hef verið að ýta því á undan mér þar mér finnst þeir svo dýrir. Í dag ætlum við svo, ég og Björk, að fara í mæðragrúppuna, gaman gaman. Njótið dagsins, því hann kemur ekki aftur og munið að knúsa hvort annað.
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 30. ágúst 2006 (breytt kl. 06:47) | Facebook
Athugasemdir
Það er nú meiri dugnaðurinn á heimilinu. Og Björkin brosandi glöð. Knús Amma Hrönn
AmmaHrönn (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.