Vá hvað dagarnir fljúga áfram...áður en ég veit af er Björk orðin stór og sterk. Enda er alltaf nóg að gera, í gær fórum við í mæðragrúppuna og er það alltaf jafn notalegt. Það bættust tvær nýjar við í hópinn og ég get svarið það að önnur þeirra er með megababy, strákurinn hennar er mánuði eldri en Björk og hann er yfir 8 kíló...reynið að ýminda ykkur. Ætla samt að taka myndir af öllum börnunum á næsta miðvikudag og þá getið þið séð munin. Í gærkvöldi komu Haukur og Laufey og litlu stelpurnar þeirra í mat. En þau eru svo óheppin að það þurfti að rífa upp allt gólf í eldhúsinu þeirra og stofunni, vegna vatnsskaða. Þegar þau fóru rétt fyrir átta var Björk alveg búin á því og þegar hún átti að fara sofa var hún orðin svo rugluð að hún bara grét og grét, en að lokum sofnaði þessi elska. Í dag fórum við svo eldsnemma á fætur til að geta farið í baby-bio en það byrjar kl.10. En ég og önnur ákváðum að labba, en það tekur ca. klukkutíma svo það er fínn göngutúr. Sáum nýja danska mynd sem heitir Sprængfarlig bombe og er alveg ágæt. Fórum svo að borða á kaffihúsi og löbbuðum svo aftur heim. Gaman gaman. Núna þá liggur Björk og fær sér smá eftirmiddagslúr, Davíð fór til vinar síns að spila póker og ég sit fyrir framan tölvuna og dúlla mér aðeins.
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 31. ágúst 2006 (breytt kl. 19:52) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.