Þá er helgin að klárast og já það hefur eiginlega alveg gerst fullt skemmtilegt. Föstudagurinn byrjaði nú þannig að við héldum að Sigrún (kasólétta hnátan á móti) væri að fara eiga, en litla krílið hætti við og er bara hið rólegasta í maganum á mömmu sinni ennþá. En við ákváðum samt að æfa okkur og náðum í Guðjón Stein á leikskólann og var það mjög skemmtilegt. Borðuðum síðan kvöldmat saman ásamt Hauk, Laufey og stelpunum...gaman gaman. Byrjuðum svo laugardaginn á ungbarnasundi eins og vanalega og er það greinilegt að Björk er farin að kunna vel við sig í vatninu og finnst bara mjög gaman. Slökuðum síðan aðeins á en Skúli, Sigrún og Guðjón Steinn komu síðan yfir til okkar í kaffi...nota bene, þau tóku kaffið með en við helltum upp á (mér tókst að klára kaffið um morguninn). Í dag komu síðan Denni, Alma og Lotta Lára í heimsókn og var það æðislega gaman, þau sátu hjá okkur í nokkra tíma og léku frænkurnar sér saman. Lotta Lára er algjört æði hún er svo mikil bolla. Eftir nokkurra tíma spjall keyrðu þau svo í ferjuna en þau eru svo að flytja frá Svíðþjóð og til Íslands í næstu viku...gangi þeim vel að flytja. Í kvöld pöntuðum við okkur pizzu og borðuðum hana með liðinu á móti (Sigrún, Skúli og Guðjón Steinn). Björk er alltaf í stuði og í dag þegar við vorum að leika okkur að rúlla yfir á magann og aftur til baka, þá velti hún sér sjálf frá maga yfir á bak....líklega var það tilviljun í fyrsta skiptið en núna er það meðvitað. Hún er svo dugleg, hún er einnig mjög upptekin af höndunum á sér og er farin að setja þær meðvitað upp í sig og svo sýgur hún og sýgur. Liggur við að hún gleypi alla hendina sú stutta. Setti inn fullt af myndum af frænkunum á myndasíðuna...endilega skoðið
Athugasemdir
Sætar saman- líka Aðalheiður og Denni :-)
Ástarkveðja til ykkar allra. Þess óska Erla amma og afi Birgir
Erla amma (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 20:18
Bara enginn friður fyrir þessu kasólétta fólki hérna á móti - hehe! En mikið er nú samt gott að eiga ykkur að!
Go Björk - þú ert svo dugleg, snúlla! Knús, Sigrún - kasólétta hnátan tv.
Sigrún (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.