Skemmtileg helgi

Systkynin með stelpurnar sínar
Þá er helgin að klárast og já það hefur eiginlega alveg gerst fullt skemmtilegt. Föstudagurinn byrjaði nú þannig að við héldum að Sigrún (kasólétta hnátan á móti) væri að fara eiga, en litla krílið hætti við og er bara hið rólegasta í maganum á mömmu sinni ennþá. En við ákváðum samt að æfa okkur og náðum í Guðjón Stein á leikskólann og var það mjög skemmtilegt. Borðuðum síðan kvöldmat saman ásamt Hauk, Laufey og stelpunum...gaman gaman. Byrjuðum svo laugardaginn á ungbarnasundi eins og vanalega og er það greinilegt að Björk er farin að kunna vel við sig í vatninu og finnst bara mjög gaman. Slökuðum síðan aðeins á en Skúli, Sigrún og Guðjón Steinn komu síðan yfir til okkar í kaffi...nota bene, þau tóku kaffið með en við helltum upp á (mér tókst að klára kaffið um morguninn). Í dag komu síðan Denni, Alma og Lotta Lára í heimsókn og var það æðislega gaman, þau sátu hjá okkur í nokkra tíma og léku frænkurnar sér saman. Lotta Lára er algjört æði hún er svo mikil bolla. Eftir nokkurra tíma spjall keyrðu þau svo í ferjuna en þau eru svo að flytja frá Svíðþjóð og til Íslands í næstu viku...gangi þeim vel að flytja. Í kvöld pöntuðum við okkur pizzu og borðuðum hana með liðinu á móti (Sigrún, Skúli og Guðjón Steinn). Björk er alltaf í stuði og í dag þegar við vorum að leika okkur að rúlla yfir á magann og aftur til baka, þá velti hún sér sjálf frá maga yfir á bak....líklega var það tilviljun í fyrsta skiptið en núna er það meðvitað. Hún er svo dugleg, hún er einnig mjög upptekin af höndunum á sér og er farin að setja þær meðvitað upp í sig og svo sýgur hún og sýgur. Liggur við að hún gleypi alla hendina sú stutta. Setti inn fullt af myndum af frænkunum á myndasíðuna...endilega skoðið
Guðjón prakkari í kubbakassa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætar saman- líka Aðalheiður og Denni :-)
Ástarkveðja til ykkar allra. Þess óska Erla amma og afi Birgir

Erla amma (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 20:18

2 identicon

Bara enginn friður fyrir þessu kasólétta fólki hérna á móti - hehe! En mikið er nú samt gott að eiga ykkur að!

Go Björk - þú ert svo dugleg, snúlla! Knús, Sigrún - kasólétta hnátan tv.

Sigrún (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband