Nú þá byrjaði vinnu- og skólavikan fyrir suma, en ég og Björk dúllum okkur nú bara í okkar eigin heimi. Í gær þurfti sú stutta þó að fara í 3 mánaða sprautu. Hún stóð sig eins og hetja, mótmælti auðvitað þegar hún var stungin og á meðan hjúkkan sprautaði, en hætti um leið og hún fékk plástur á sárið. Við vorum svo varaðar við því að Björk gæti orðið pínu slöpp um kvöldið. Og viti menn hún varð bara doldið mikið slöpp fékk bara fullt hita og var ósköp lítil í sér. Sofnaði þó um 9-leytið og vaknaði ekki fyrr en um 5-leytið í morgun (eins og hún er vön) og þá var hún líklega orðin hitalaus, svo sem betur fer varð ekki meira úr þessari sprautunni. Haukur, Laufey og litlu snúllurnar borðuðu svo hjá okkur í gærkvöldi, gaman gaman. Í dag vorum ég og Björk sammála um það að vera bara heima og slaka á, aðallega vegna þess að ég er eitthvað slæm í fætinum og virðist það bara versna og versna svo ég ætla að kíkja til læknis á fimmtudaginn. Varð að sleppa æfingu í kvöld sem mér finnst frekar leiðinlegt, það er svo gott að komast aðeins út öðru hvoru. Nú en við vorum því heima í dag, Björk svaf alveg til klukkan tíu en vaknaði svo alveg eldhress. Rúmlega ellefu vöktum við óvart kasóléttu hnátuna þegar við ákváðum að bjóða henni yfir í hádegismat...tíhí, hún er alveg svo innilega að nota tækifærið áður en litla krílið kemur í heiminn og sofa og sofa...gott hjá henni. Svo mættu Laufey og Silvana og fengu sér bara smá nart með okkur. Og þið getið ekki ýmindað ykkur hvað það er frábært að þeir eru farnir að selja skyr hérna og ég keypti slatta til að borða...mmmmm. Mikið er gott hafa fá eitthvað íslenskt og gott. Er reyndar framleitt hér í DK. Núna erum við því bara að slaka á og dunda okkur eitthvað og horfa á badminton í sjónvarpinu. Á morgun fyllist svo húsið, en Þóra og Finnur eru að flytja heim og eru húsnæðislaus næstu vikuna svo þau ætla að vera hjá okkur, ásamt móður Þóru sem er hjá þeim. Gaman að geta kvatt þau á þenna máta. Á morgun koma líka stelpurnar í mæðragrúppunni svo nóg að gera á morgun. Knus og kram
Flokkur: Bloggar | Þriðjudagur, 5. september 2006 | Facebook
Athugasemdir
Nóg að gera dúllan mín :) Þetta eru frábær video af yndislegu Björkinni ykkar...hlakka meira og meira til að sjá hana og knúsa! Vonandi verður þú góð í fætinum. KNÚS KNÚS
Elsa Nielsen, 6.9.2006 kl. 00:30
Það er greinilegt að mín er í barneignarfríi,færð fullt hús fyrir dugnað á færslum :)Reyni að taka þig til fyrirmyndar.....
mæja (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 18:15
það er greinilegt að mín er í barneignafríi,færð fullt hús fyrir dugnað á færslum.....´reyni að taka þig til fyrirmyndar...........
mæja (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 18:16
Hnátunni kasóléttu finnst afskaplega notalegt að vera vakin klukkan 11 (meiri purkan) og láta bjóða sér í hádegismat!!! Alltaf gaman að hitta ykkur, mæðgur! Verðum í bandi...
Sigrún bumba (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.