Loksins sest ég niður og skrifa nokkrar línur. Enda nóg búið að gerast hér á þessum bæ að vanda. Á þriðjudagsmorgun fóru Þóra, Finnur, Margrét og amman Guðborg heim til Íslands, for good. Þau voru búin að vera húsnæðislaus í tæpa viku og voru hjá okkur. Frábært að geta sagt bless við litlu fjölskylduna þannig en við erum búin að vera í landinu nákvæmlega jafn lengi og eigum því margar skemmtilegar minningar. En nú eru þau stungin af....búhú. Það var því stuð á þessum bæ, því Margrét litla er hress lítil stelpa sem er byrjuð að skríða út um allt. Nú svo fórum ég og Björk í vinnuna til mín á þriðjudaginn og var það voða gaman að láta allt fagfólkið dást að sætustu stelpunni. Þeim fannst hún jú vera mjög dugleg og fannst hún vera lík mömmu sinni...híhí, enda þekkja þau ekki pabbann, svo ég held ég ætli að fara þangað reglulega.
Við fórum svo að sjálfsögðu í sund á laugardaginn og var það mjög skemmtilegt. Björk er greinilega farin að kannast við sig og er meira brosandi og fer í kaf eins og hetja. Svo er hún jú farin að spjalla á fullu og hlæja og hlæja. Hún heldur líka áfram að sofa svaka vel á næturnar en á móti kemur að hún sefur stutta lúra á daginn, tekur sér ca. tvo hálftíma lúra og svo þrjá til fjóra 20 mínútna lúra. EN þar sem mamman fær nægan svefn á næturnar gengur þetta mjög vel. Amma Erla segir að hana kippi í kynið þar sem ég hafi verið svona líka svo ég get víst ekki sagt mikið. Enda er frábært að geta sofið næstum því alla nóttina.
Svo í nótt kom loksins smsið sem sagði okkur að kasólétta hnátan við hliðina á væri að fara upp á fæðingardeild. SVo þegar ég fór yfir í morgun til að tala við ömmuna (sem er í heimsókn frá íslandi) og Guðjón Stein og plana hvernig við ættum að fara með hann á vöggustofuna, þá fékk ég að vita að stór stelpa væri bara komin í heiminn og pabbinn væri á leiðinni heim til að keyra strákinn sinn á vöggustofuna. Já og ég segi stór stelpa því hún var 20 merkur og 57 cm....mega baby. Við óskum þeim öllum INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ STÓRU STELPUNA. Hlakka geggjað til að sjá hana.
p.s. setti nýjar myndir og video inn á myndasíðuna
Já og svo er veðrið búið að vera algjört æði, yfir 20 stiga hiti og dagurinn í dag ætlar að verða eins.
knus og kram
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 14. september 2006 (breytt kl. 07:34) | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt að fá fréttir frá ykkur. Ohh..hvað ég væri til í þetta veður sem er hjá ykkur reyndar aðeins skárra í dag en hefur verið. Búið að vera brjáluð rigning og rok þannig varla hægt að fara út að ganga með vagninn
Biðjum að heilsa ykkur.
Kv.
Unnur Ylfa og sá litli
Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 10:52
Oh þú ert svooo sæt og mikil dúlla litla frænka:)
Alltaf svo gaman að skoða myndirnar og lesa um ykkur.
Miss you guys.
Hvenær í okt komiði svo heim þið mæðgur? Kemst Dabbíó ekki með?
Ég verð að fara að heyra í ykkur, hafiða best.
Knús og kram, Sassa frænka
p.s bið innilega að heilsa denna og ölmu, til hamingju með litlu stelpuna.
Sara Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 12:25
Oh þú ert svooo sæt og mikil dúlla litla frænka:)
Alltaf svo gaman að skoða myndirnar og lesa um ykkur.
Miss you guys.
Hvenær í okt komiði svo heim þið mæðgur? Kemst Dabbíó ekki með?
Ég verð að fara heyra í ykkur, hafiða best.
Knús og kram, Sassa frænka
p.s bið innilega að heilsa denna og ölmu, til hamingju með litlu stelpuna
Sara Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 12:28
Mikið er gaman að sjá nýjar myndir og svakalega hlökkum við til að sjá þig Björkin okkar. Settið á Kambsveginum
Erla amma (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 19:05
Elsku Björkin, hvað þú ert að stækka. Nýju myndirnar eru fínar eins og allar. Það er svo notalegt að heyra hljóðin í Björk. Hlakka til að sjá ykkur mæðgur í október. Mikið Knús - frá ömmu Hrönn.
Amma Hrönn (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 13:43
Rúsínukrúsíbolla :) Hún er algjört æði!
Hlakka til að sjá ykkur í Okt...er hætt við að senda öll fötin út fyrst þið eruð að koma heim :) Fáið bara eina ferðatösku með út..hehe Knús til köben
elsa (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.