Þá kemur helgin

Þá er föstudagurinn að líða og þar með er vinnuvikan búin fyrir flesta. Hef ekki verið að vinna svo lengi að ég man varla hvernig tilfinning það er, að fara heim úr vinnunni á föstudögum....úff það verður skrítið að fara vinna aftur...samt örugglega fínt þegar að því kemur. Björk er gjörsamlega á milljón þessa dagana, hún samkjaftar ekki, hefur frá alveg ofsalega miklu skemmtilegu að segja. Lætur það ekki einu sinni aftra sér að vera með hiksta, baaaa, hikk, baaaaa, hikk, baaaaa. Frekar fyndið að hlusta á. Ég og Björk vorum svo heppnar að vera boðnar yfir í smá hádegismat hjá fjölskyldunni við hliðina, svo við fengum að sjá litlu/stóru stelpuna. Hún er ekkert smá sæt...svona lítil en samt stór...algjör bolla. Síðan fórum við að versla og vorum samferða Laufeyju svona til að hafa einhvern að spjalla við, það gerir göngutúrinn mikið skemmtilegri. Enduðum síðan innkaupaferðina á caffe latte hér. Sem sagt rólegur og góður dagur. Davíð hefur reyndar ekki verið heima í dag þar sem það er verið að hita upp fyrir Mexikó ferðina í kvöld með Mexikó partýi...híhí svo hann verður líklega mjög hress á morgun eða þannig...allaveganna þá ákváðum við að hann fer ekki með í sund á morgun...fær að vera heima að sofa. Þannig að ég og Björk vorum svo heppnar að fá lánaðan bíl svo við þurfum ekki að taka strætó...sem er stundum ágætt. Svo er von á Magga á hverri stundu núna en hann ætlar að vera hjá okkur um helgina því hann er að fara keppa fyrsta leikinn sinn í liðakeppninni hér í Árósum á morgun svo því tilvalið að vera hjá okkur....gaman gaman. Já alveg rétt, var að panta far fyrir mig og Björk en við komum heim kvöldið 9. október og förum aftur heim (til DK) 23. október um morguninn. Svo allir sem vilja hitta okkur mæðgur þá takið frá smá tíma. Hlökkum til að hitta alla. Skemmtið ykkur vel um helgina...knus Aðalheiður

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka ótrúlega til að sjá ykkur og hitta hana Björk (",)Kv.Bryndís og co

Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 20:45

2 identicon

Mikið óskaplega hlakka ég til að hitta ykkur. Amma Hrönn

Amma Hrönn (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband