Hvað segið þið þá? Finnst ykkur ég vera löt við að skrifa....látið ekki svona. Ok ég er mjög löt við að skrifa, en hef einhvern veginn alltaf verið að bíða eftir að geta hlaðað myndum á tölvuna en það er eitthvað að bögga okkur svo nú fáið þið bara fréttir en engar myndir..sorry.
Nú síðan í sumar hefur sosem margt gerst og svo líka lítið. Björk þroskast alltaf og núna eigum við orðið ansi ákveðna unga konu sem veit sko alveg hvað hún vill, hleypur um allt og blaðrar og blaðrar en engin skilur hvað hún segir. Glöð er hún að vanda, hlær að allt og öllum, mjög skemmtilegt. Annars gengur lífið sinn vanagang, Davíð í skólanum og ég að vinna...og þar með er bara alveg nóg að gera.
Í dag ákvað ég og Sigrún (nágranninn á móti) að búa til kleinur og við enduðum með að gera 6 falda uppskrift þar sem við vorum nú byrjaðar og ekki nóg með það var ákveðið að grilla makríl og kjúkling. Ég tek það þó fram að við erum ekki með gasgrill og það var ca. 6 stiga hiti í dag, en fallegur dagur með sól. Síðan var heldur betur etið...hehe..held að köllunum hafi verið ansi kalt.
Davíð er á fullu í verkefnavinnu og því sést hann ekki mikið þessa dagana, en við mæðgur njótum þess að vera saman í rólegheitunum. Og þannig verður það þangað til við leggjum af stað á klakann til að halda jólin. Við komum heim 22.des og verðum í tvær vikur eða fram til 5. janúar. Jibbý þetta var pínu óvænt þar sem við ætluðum sko ekki að koma heim um jólin en þar sem Davíð er ekki að fara í próf í janúar, aldrei þessu vant, og ég gat sleppt því að vinna þá skelltum við okkur bara á þetta og fengum meira að segja flug frá Billund..sem er algjör snilld því það styttir ferðatímann um ansi marga klukkutíma.
Svo er það ákveðið að ég er að fara í skiðaferðalag með vinkonum mínum úr vinnunni í byrjun febrúar..það verður geggjað, ég hlakka geðveikt til að fara á skíði, það er ferlega langt síðan ég hef verið á skíðum og brettinu mínu fína.
Jæja, þarf að fara bráðum að ná í mömmu á lestarstöðina en hún ætlar að vera hjá okkur fram á fimmtudag en þá kemur pabbi Davíðs og verður fram á sunnudag...gaman gaman.
Knus og kram frá Árósum
Flokkur: Bloggar | Laugardagur, 10. nóvember 2007 | Facebook
Athugasemdir
JÝ hvað mér finnst þetta æðislegt að vera búin að finna þig og geta lesið um ykkur litla fjölskylda ;)
Mamma var ekkert smá glöð þegar ég sagði henni að þú værir fundin því hún hefur talað mikið um hvað það var mikil sind að við skildum hvera f´ra hvor annari svona en nu getum við sko bætt það ;)
Svo nú er bara eitt það er að vera dugleg að blogga og ekki er verra ef við verðum duglegar að senda hvor annar smá pistil annað slagið og auðvita biðja allir að heilsa henni Öllu minni ....
Knús og klem frá eyjum.
Soffía Baldursdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:32
Hæ hæ elsku fjölskylda. Mikið var gaman að lesa nýja færslu frá ykkur, ég skil þig samt vel Aðalheiður mín þar sem að bloggsíðan okkar hefur legið í dvala eftir að við fluttum á klakann.
Mikið er gaman að heyra að þið komið heim um jólin og við verðum bara að hittast. Við bjóðum ykkur bara í heimsókn í nýju íbúðina okkar, væri alla vega æðislegt að hittast.
Knus og kram,
Þóra.
Þóra fyrrum yfirbúi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:35
Gaman að lesa blogg aftur. Mikið ósköp hlakka ég til að sjá ykkur í desember. Mikið knús frá ömmu Hrönn.
Hrönn Þormóðsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.