Björkin veik...greyið litla

Þetta fer að verða mánaðarlegur viðburður, að Björk er með hita. Ömurlegt en sona er þetta bara. Því miður var þetta dagurinn sem ég og mamma ætluðum að fara í bæinn og skoða en við verðum víst að gera það í sitthvoru lagi. OG svo ætlar mamma að vera svo góð að bíða með að taka lestina á morgun svo við getum bæði, ég og Davíð, farið í vinnuna/skólann. Ekki oft sem maður getur látið ömmu passa þegar það eru veikindi, en við ætlum að njóta þess.

Núna situr hún og borðar cheerios og horfir á Skoppu og Skrítlu. Maður má nefnilega horfa á sjónvarpið þegar maður er veikur..hehehe

 

Veikindakveðjur héðan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Ohhh hvað er gaman að "heyra" í ykkur aftur :) Það verður gaman að sjá ykkur öll í kringum jólin - ég pant fá ykkur í mat hingað á Skólabrautina ;)

Góðan bata til Bjarkar ... gott að hafa eitt stykki ömmu á svæðinu til að passa.

Knús til ykkar

Elsa Nielsen, 14.11.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband