Þetta fer að verða mánaðarlegur viðburður, að Björk er með hita. Ömurlegt en sona er þetta bara. Því miður var þetta dagurinn sem ég og mamma ætluðum að fara í bæinn og skoða en við verðum víst að gera það í sitthvoru lagi. OG svo ætlar mamma að vera svo góð að bíða með að taka lestina á morgun svo við getum bæði, ég og Davíð, farið í vinnuna/skólann. Ekki oft sem maður getur látið ömmu passa þegar það eru veikindi, en við ætlum að njóta þess.
Núna situr hún og borðar cheerios og horfir á Skoppu og Skrítlu. Maður má nefnilega horfa á sjónvarpið þegar maður er veikur..hehehe
Veikindakveðjur héðan
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 14. nóvember 2007 | Facebook
Athugasemdir
Ohhh hvað er gaman að "heyra" í ykkur aftur :) Það verður gaman að sjá ykkur öll í kringum jólin - ég pant fá ykkur í mat hingað á Skólabrautina ;)
Góðan bata til Bjarkar ... gott að hafa eitt stykki ömmu á svæðinu til að passa.
Knús til ykkar
Elsa Nielsen, 14.11.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.