Sem sagt kominn þriðjudagur...ég get svo svarið það að tíminn gjörsamlega flýgur áfram. Helgin var mjög fín. Ég og Björk fórum einar í sund þar sem Davíð var ekkert svaka hress eftir partýið á föstudaginn. En hann dreif sig þó á fætur og við fórum öll ásamt Magga niðrí klúbb að horfa á badminton. Magga klúbbur var nefnilega að keppa við okkar lið. Það var samt hálf ömurlegt að horfa bara á þar sem ég mátti ekki spila vegna meiðsla. Vonandi get ég þó byrjað að æfa aftur í næstu viku. Er hætt á ibufenkúrnum svo nú er bara að bíða og sjá. Ég fór svo í leikhús á laugardagskvöldinu og var það algjört æði, bæði var sýningin mjög skemmtileg og svo var mjög gott að komast aðeins að heiman. Sunnudagurinn fór svo í að vera latur og var það mjög notalegt. Maggi fór svo til Álaborgar eftir að hafa eldað fyrir okkur lasagne...nammi namm. Því miður veiktist Davíð í gær og var heima...var fullur af kvefi...en dreif sig þó í morgun í skólann. Ég og Björk ætlum svo að fara og heyra um tannhirðu barna en það er tilboð sem "tandplejen" gefur öllum nýbökuðum foreldrum, mjög gott mál. Svo styttist heldur betur í að við komum heim, gaman gaman. Knus og takk fyrir allar athugasemdirnar á síðuna, haldið því endilega áfram það er svo gaman.
Flokkur: Bloggar | Þriðjudagur, 19. september 2006 | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég virkilega orðin spennt að hitta ykkur mæðgur eftir að hafa séð hlátursmyndband sem því miður komst ekki á bloggsíðuna. Ástarkveðjur amma Erla
Erla amma (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.