Kærkomin helgi

Ja herna hér...helgin komin, þó fyrr hefði mátt vera. Vikan er búin að vera ansi strembin, bæði í vinnu og svo mikið um að vera. Og til að bæta fyrir það þá ákvað Björk að verða mjög kvefuð og er komin með í eyrun aftur...shit hvað þetta verður langur vetur hvað eyru varðarErrm. En þannig er nú það.

Í gær var julefrokost í vinnunni og ég var að sjálfsögðu í skemmtinefnd svo nóg að gera en rosa gaman. Höfðum planað ákveðna leiki og heppnaðist það geggjað vel. Til dæmis þá höfðum við beðið fólk um að koma með myndir af sér frá því að þau voru börn. Ég skannaði þær svo inn og svo átti fólk að giska á hver var hvar....geggjað stuð. Ég var sem sagt ekkert heima í gær og skreið fyrst í bólið kl. tvö í nótt...man þá er maður þreyttur þegar það er ein lítil sem vaknar klukkan sex...úff. Ég fékk þó að sofa aðeins lengur og Davíð fór fram með Björk. Hann fór þó víst ekkert mikið fyrr að sofa þar sem hann og Tryggvi (nágranni okkar) voru víst að spila playstation langt fram á kvöld.

Í dag er svo Mæja vinkona frá Íslandi að koma í heimsókn en hún er í heimsókn hjá bróður sínum sem á heima hér...gaman gaman. Huggum okkur örugglega með Björk og Mána (litla guttanum hennar).

Góða helgi, njótið hennar vel

Knus 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, alltaf gaman að lesa hjá ykkur síðuna og fylgjast með hvað þið eruð að gera. Ég skal viðurkenna að ég fæ hálfgerða nostralgíu og langar oft að vera komin aftur út, þetta var svo æðislegur tími. Ég skil þetta með eyrnavesenið. Margrét mín er nú búin að fá nokkru sinnum í eyrun og um daginn voru nefkirtlanir teknir úr henni. Svo núna þegar hún er byrjuð í leikskólanum að þá eru alltaf einhver veikindi.

Heyrðu hvað er aftur e-mailið þitt? Væri gaman að skrifa þér nokkrar línur.

Bestu kveðjur hérna frá fróni,

Þóra.

Þóra Björk (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:58

2 identicon

Gaman að fá fréttir :) Julefrokost er einmitt hjá okkur á föstudaginn og nissaleikur að byrja í næstu viku- bara stuð á Lundinum!! Hlakka til að sjást um jólin, verðum nú að skipuleggja hitting ;) KNús, Oddný  

Oddný (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband