Í dag erum við Björk búnar að fara í mæðragrúppuna og niðri í bæ til að kaupa badmintonskó á mig og skyr. Það er nefnilega geðveikt tilboð á skóm í einni íþróttabúðinni svo ég borgaði 400 kr fyrir skó sem kosta 800 kr. svo mér finnst ég hafa sloppið vel. Varð að kaupa mér nýja þar sem hinir voru orðnir ansi sorglegir og til að fyrirbyggja að meiðslin í fætinum komi aftur varð ég að fá nýja með góðum...æi man ekki hvað það heitir. Núna liggur hetjan á teppinu sínu og er að leika sér. Í gær fórum við í heimsókn til fjölskyldunnar á móti og tókum myndir af stelpunum saman....takið eftir það er aðeins fjórir mánuðir á milli þeirra....stóra og litla, ha!!!!! En þær eru geggjað sætar saman, finnst ykkur ekki? Þær eiga pottþétt eftir að vera góðar vinkonur þegar þær verða eldri. Foreldrar Bjarkar voru svo voða aktiv og ég fór í herbergið hér á kollegie-inu þar sem eru tæki og var að í klukkutíma og Davíð fór svo út að hlaupa....jibbý. Vonast svo til að geta byrjað að spila á sunnudaginn.
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 20. september 2006 | Facebook
Athugasemdir
Óneitanlega lítum við út fyrir að vera snobbaðar mömmur með börnin í ,,design" fötum! Þær eru flottastar saman - ekki spurning! Knús frá hnokkum og hnátum!
Sigrún og co. (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 15:16
Kærar kveðjur til fjölskyldunnar á móti, til hamingju með stóru litlu hnátuna. Myndin er skemmtileg. Megir þú verða góð í fætinum Aðalheiður. Knús frá ömmu Hrönn.
Amma Hrönn (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 11:33
Og til hamingju með 4ra mánaða afmælið elsku Björk. Amma Hrönn
Amma Hrönn (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 11:34
Krúsíbollurnar!!...þær eru alveg dýrlegar! Kannski sendi ég bara lítinn pakka með frímerkjum..hehe...viltu senda mér heimilisfangið þitt á e-mail...finn það ekki hér hjá mér! Knús - og til hamingju með 4 mánuðina (sá það hjá "Ömmu Hrönn") Voðalega ertu fljót að komast í form - góða skemmtun í badmintoninu!
Elsa Nielsen, 21.9.2006 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.