..og sólin skín...

Litla Björkin veik
..en því miður getum við mæðgur ekki notið góðs af. Því miður þá náðum við okkur í eitthvað kvef og vorum báðar vel slappar í gær og Björk greyið er enn frekar slöpp og sefur og sefur í dag....sem er mjög óvanalegt og ég veit eiginlega ekki hvað ég á af mér að gera. Hún rétt vaknaði áðan til að fá sér að drekka, sem er þó jákvætt að hún fái nóg að borða...mikilvægt atriði. Mældi hana í morgun og var hún ekki með hita en er farið að gruna að hún sé með nokkrar kommur núna. Nóg um það, þá fer nú heldur betur að nálgast ferðin til klakans og er okkur farið að hlakka mikið til þrátt fyrir að okkur finnist ekki skemmtilegt að pabbi/Davíð sé ekki hjá okkur í heilar tvær vikur...úff, það verður erfitt. Helgin var mjög fín, fórum að sjálfsögðu í ungbarnasundi og kíktum svo í bæinn á eftir, fengum okkur kaffi og rúnstykki og kíktum svo í nokkrar búðir og keyptum meira að segja fyrstu jólagjöfina...magnað, ha! Í gær vorum við jú bara heima vegna slappleika stelpnanna...sem var frekar fúlt þar sem ég ætlaði að fara á æfingu...týpiskt fyrst meidd og svo slöpp. Nema í gærkvöldi komu allar stelpurnar á kollegie-inu í "rauðvínsklúbb" hingað og var það ferlega huggulegt. Við foreldrarnir fórum því aðeins og seint að sofa. María og Gummi eignuðust svo lítinn dreng á laugardaginn...TIL HAMINGJU og VELKOMINN Í HEIMINN. Vona að stóri bróðir, Gabríel, sé á batavegi, en hann var svo óheppinn að botnlanginn í honum sprakk...úff ekki skemmtileg reynsla það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verður þetta ekki mikið kæra Björk. Fylgist með gangi mála. Góðan bata báðar tvær.
Amma Erla sem telur niður dagana!

Erla amma (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 09:49

2 Smámynd: Adalheidur Palsdottir

Kíkið á myndasíðuna...setti inn fullt af myndum í 15-16 vikna albúmið og nokkrar í 17-18 vikna. Knus héðan frá Árósum

Adalheidur Palsdottir, 25.9.2006 kl. 09:53

3 identicon

Vonandi verðið þið orðnar alveg hressar fyrir klakaferðina báðar tvær. Amma Hrönn

amma Hrönn (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 16:46

4 identicon

hæ! Var að senda þér póst Aðalheiður.. ég s.s. rétt næ þér áður en þú kemur í saumó!!! :) En, ég vildi bara bæta við að ég þekki Þóru og Guðborgu mömmu hennar (sem þú skrifaðir um í byrjun sept...), við vorum nefnilega saman úti í Lundi þegar ég var au-pair og hún hjá systur sinni og við brölluðum margt saman!!! Mamma og Guðborg þekktust ágætlega líka og áttu sameiginlega vinkonu... en, vonandi ertu búin að ná þér!! ..hér er líka sól og gott, en ekki 20°c.. frekar um 5... :) sjáumst annars eftir rúma viku!! kv. Guðlaug

gudljul (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 10:40

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Vonandi náið þið kvefinu úr ykkur kæru mæðgur. Hlakka til að sjá ykkur.

Knús knús

Elsa Nielsen, 27.9.2006 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband