Sagan endalausa...

Nú okkur mæðgum leið nú sona þokkalega mestan hluta fimmtudagsins, eða þangað til að Björk var allt í einu orðin brennandi heit, enda komin með 38.7 stiga hita. Þetta þýddi auðvitað að við gátum ekki sent hana í leikskólann í gær. Og eins og það væri ekki nóg fór mér líka versnandi svo við vorum heima í gær og fórum til læknis þar sem okkur fannst þetta orðið ágætt. Björk fór á pensílin þar sem lækninum fannst þetta vera mjög langur tími með kvef (ca. 5 vikur) og svo núna 5 dagar með hita. Ég fékk annað pensílin þar sem henni fannst blóðprufan mín sýna hátt CRP (ekki spyrja mig hvað það þýðir en það segir víst til um hvort það sé eitthvað skrítið í gangi í líkamanum (sýking)) og það var ekki hálsin svo ég fékk að vita að ég ætti að halda mig heima um helgina, en ég átti að vera vinna....sem er skítt, var sko alveg tilbúin að fara aðeins út og hitta annað fólk en hina yndislegu Björk.

Davíð og co. skiluðu verkefninu í gær eftir að hafa verið upp í skóla í meira en sólarhring...úff gott að ég er ekki hann.

OG svo fyrir þá sem ekki vissu er litla systir mín og fleiri að opna búð í dag...sjá hér að neðan. Endilega kíkið utnetbod72


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi fer ykkur öllum að batna. Búðin hennar Hildigunnar og félaga er flott.

Var að gera Rice Krispies kökur fyrir Eikina sem heldur upp á afmælið sitt á morgun.

Knús og kram, sérstakt kram til Bjarkarinnar.

Amma Erla

Erla kristín Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband