Fjórir dagar þangað til við mætum á svæðið

Kæru vinir og vandamenn, jólin komu aftan að okkur hér í DK. Þar sem mikið hefur verið um að vera, Davíð í prófum og við mæðgur veikar höfum við ákveðið að jólakortin fara ekki af stað í ár. Í staðinn ætlum við bara að senda jóla og áramótakveðju hér á bloggsíðunni....hún kemur seinna.

Annars er ég að koma til, er byrjuð að vinna aftur eftir næstum því tveggja vikna fjarveru vegna veikinda, fór samt tvisvar í vinnuna í síðustu viku en var send heim af deildarlækninum, honum leist ekkert á mig..hehe. Björk missti svo hitt rörið í gær og er að fara enn og aftur í rör á morgun, ætla þó að krefjast þess að læknirinn geri einhvers konar plan fyrir framtíðina að því að við getum ekki boðið Björkinni upp á þetta lengur...og hana nú!

 

Takk fyrir afmæliskveðjurnar til mín og Davíðs.

Knus

Aðalheiður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með afmælið .  Hlakka til að sjá ykkur.

Kv.Bryndís og co

Bryndís (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:31

2 identicon

Hæ aftur

Leitt að heyra af heilsufarinu en reyndu að njóta síðasta hálftímans af afmælinu. Llíklega gerir þú þá nú því það er eins víst að þú sért sofnuð Aðalheiður mín.

Kær kveðja á Moltkesvej

Amma Erla 

Erla kristín Jónasdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku besta vinkona - til hamingju með afmælið í dag!! Ætlaði svo sannarlega að hringja í þig...en nú er klukkan orðin of margt - hringi á morgun :) Hlakka til að sjá ykkur - æjá ...vonandi gera læknarnir eitthvað fyrir Björk litlu og þetta röravesen taki enda! Afmælisknús líka til Davíðs!  KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 18.12.2007 kl. 22:53

4 identicon

Til hamingju með daginn Aðalheiður. Vonandi var hann huggulegur. Eyrnabólgur á þessum bæ líka, eftir reyndar mjög langa pásu. KS er handhafinn núna og áttum við vökunótt og alles, hefur ekki gerst langa lengi.

Bestu kveðjur frá okkur öllum á Guðrúnargötunni. 

Inga Lára (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:25

5 identicon

hæhæ!

til lukku með daginn í gær!! mundi alveg eftir sko..var bara ekki svo mikið við tölvuna... nóg að gera á BUGL og svona...

 En, vonandi var dagurinn ánægjulegur!! Hlakka til að sjá þig í jólaklúbbnum!!

kv. Guðlaug

Guðlaug vinkona (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband