Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Björk1

Kæru vinir og vandamenn um land allt.

 

Viljum óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 

 

Árið 2007 hefur heldur betur liðið hratt enda margt skemmtilegt gerst. Björkin hefur dafnað vel og frá því að vera glaðlegt ungabarn hefur hún þroskast í skemmtilega og ákveðna unga konu. Yndislegt er að fylgjast með barninu sínu uppgötva sjálft sig og umheiminn. Að sjálfsögðu byrjaði ég að vinna aftur eftir notalegt barneignafrí, en það var nú líka gaman. Enda er Björk svo ánægð í vöggustofunni sinni að það er frábært að skila henni á morgnana og fara út með bros á vör og vera viss um að hún eigi eftir að eiga góðan dag. Davíð byrjaði árið á að vera í verknámi í hálft ár sem var frábært fyrir hann, að komast aðeins út í "the real life" en í haust byrjaði hann í skólanum og hefur þessi önn heldur betur verið strembin. Við mæðgur höfum ekki mikið séð til hans síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú ekki má gleyma yndislegu sumarfríi sem Stella, systir Davíðs, eyddi með okkur. Hildigunnur og Eik komu líka og fórum við stórfjölskyldan öll saman keyrandi til Hollands og áttum geggjaða viku þar.

Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar....hver veit nema við hittumst á klakanum.

Knus og kram

Aðalheiður, Davíð og Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband