Sæl og blessuð

Jæja þá lentum við í Billund (á réttum tíma í þetta skiptið) og vorum orðin ansi þreytt. Hér heima beið Sigrún með yndislegt pasta sem var akkúrat það sem við þurftum á að halda. Sunnudagurinn fór í það að gera ekki neitt og undirbúa hversdagsleikann. Eins og það var nú geggjað að vera heima á klakanum er alltaf gott að komast í eigið og byrja á fastri rútinu. Björk þurfti nokkur kvöld til að komast í gamlar svefnvenjur, sem var nú bara vel af sér vikið.  Erum nú samt búin að vera soldið þreytt í vikunni en nú er allt að koma.

Reyndar þá gerðist smá slys á sunnudaginn, en við ætluðum að fá okkur ferskt loft og Björk fékk að leika sér á litla bleika bílnum sínum, sem hún er orðin ansi klár á. Nú það var því miður hola í gangstéttinni og BJörk steyptist fram fyrir sig og lenti á andlitinu...ááááá. Slapp samt ótrúlega vel, en fékk mjög bólgna vör. Úff hvað foreldrunum fannst vont að horfa upp á litlu strumpuna sína gráta sona mikið.

Við parið fórum út að borða og í leikhús í gær...svaka rómó. Þegar við komum heim byrjaði Björk að æla...jibbý, frábær nótt og Björkin auðvitað frekar slöpp í dag. Borðar ekkert en er dugleg við að drekka blessunin. Vonandi líður þetta hjá í dag....7913.

 

Knus héðan og takk fyrir síðast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

TAkk fyrir síðast :)... Sjáumst svo næst bara í danmörkinni !!

Vonandi hristir litla sæta Björkin af sér æluna á nótæm! :) KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 13.1.2008 kl. 21:26

2 identicon

Elsku Björkin mín, vonandi hressist þú fljótt. Mikið knús frá ömmu Hrönn.

Amma Hrönn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 09:31

3 identicon

Baráttukveðjur frá einum lösnum strumpi til annars - Þín stóra frænka EIK, Hildigunnur sendir saknaðarkveðjur sem aldrei fyrr!

Eik Baldursdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:15

4 identicon

Hæ, hæ

Saknaðarkveðjur héðan líka og æðstistrumpurinn, amma á Kambsveginum, er líka veik en var svo heppin að Eik var það líka og var hjá henni í dag - jibbý.

Vonandi fer öllum að batna.

Amma Erla 

Erla kristín Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband