Lasaríusar

Hvað er málið...ekki nóg með það að Björk sé enn hálfslöpp, borðar ekkert og er hálfpirruð allan daginn og með 38 stiga hita í kvöld, þá fór ég að kasta upp á mánudagskvöldið og er búin að vera ansi frá síðan, og til að toppa allt saman liggur Davíð inni núna með sömu magakrampa og við mæðgur höfum haft. Þetta er að verða lélegur farsi...erum alveg til í að þetta sé að verða búið núna. Hey gleymdi að segja að eyrað er alveg að fríka út og það lekur og lekur úr því og svo er hún að taka tennur svo haldið ekki að hún sé í stuði...greyið stelpan.

 Fyrir utan þetta þá er allt fínt að frétta héðan og við hlökkum bara til að veikindin taki enda og við verðum hress og kát...að vanda.

 Knus og kram

 

p.s. ég skal lofa því að næst þegar ég skrifa verður það ekki um veikindasögur...er komin með nóg af því..hehehe 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl lasarusar

Hér á Kambsveginum eru báðir aðilar lasnir og amman stöðugt með hita (hefur ekkert farið í vinnuna þessa vikuna og fer ekki á morgun). Hún er búin að fara í myndatöku en sem betur fer er ekkert í lungunum. Hún er þó komin á pensilín.

Batakveðjur til ykkar allra og sérstaklega til Bjarkarinnar.

Knús amma Erla

Erla amma (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:15

2 identicon

Hæ hæ og takk fyrir síðast, ekkert smá gaman að hitta ykkur. Vonandi fer nú heilsufarið að verða betra en við höfum nú líka fjölskyldan öll legið í einhverri kvefpest, ekki gaman. Eins gott að maður verði orðinn góður fyrir skíðaferðina eftir viku.

Hlökkum til að hitta ykkur aftur, vonandi ekki of langt í það.

Knús og kram, fyrrverandi yfirbúar.

Þóra Björk (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:32

3 identicon

Sæl og blessuð lasarusar eins og ErlaAmma segir.
Mikið vona ég að þetta fari nú að hristast af ykkur.
HrönnAmma hefur nú ekki gripið þessa pest ennþá 7-9-13 svo ég sendi ykkur öllum hreysti-kveðjur.
Hér er allt vaðandi í snjó og ég er búin að fara einu sinni í Bláfjöllin og líklega verður mjög fínt á sunnudag, heiður himinn en kalt 8-10°í mínus.
En hreysti-kveðja og knús til ykkar allra, sérstaklega mikið knús til Bjarkar.
Amma Hrönn

Amma Hrönn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband