Nú þá kom að því að ferðalögin leggjast yfir litlu fjölskylduna hér í Árósum. Davíð fór aðfaranótt föstudags og er komin til Mexíkó..gaman gaman. Heyrði í honum í dag og voru þau að fara skoða einhverja pýramída. Ferðin hafði samt verið löng og erfið, svo þau voru víst alveg búin þegar þau lentu. Ég og Björk erum því bara að dúlla okkur og í gær fórum við að versla pínu og ég slappaði síðan af um kvöldið. Í dag vorum við svo alveg á fullu. Byrjuðum að sjálfsögðu daginn á að fara í ungbarnasund og svo fórum við heim og slökuðum aðeins á svona til að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. Síðan kom Nanna í hádegismat og svo fórum við allar af stað þar sem ég var að fara keppa í liðakeppninni og Nanna var svo nice að líta eftir Björk á meðan. Við skíttöpuðum, vissum það fyrir, en ég held að það sé langt síðan ég naut þess svona að spila..engin pressa og ég bara að hafa gaman af því að spila badminton...jibbý! Síðan kom Guðlaug (æskuvinkona) í kvöldmat, en hún var í heimsókn hjá annarri vinkonu sinni hér í Árósum. Það var alveg geggjað huggulegt og sátum við og spjölluðum um lífið og tilveruna. Á morgun ætlum við svo í ungbarnasund aftur en annars bara slappa af og byrja að pakka. Já því nú líður að því að við mætum á klakann....úff..hef ekki hugmynd um hvernig fötum ég á að pakka. Jæja ætla að fara að sofa. Góða nótt og hafið það sem allra best elskurnar mínar um allan heim.
Athugasemdir
Ohh - hlakka til að sjá ykkur mæðgur!!! Pakkaðu bara nógu hlýju..það er ekki gott veður núna..hey...kannski kemur þú bara með gott veður???!!!!
Sjáumst;)
Elsa Nielsen, 8.10.2006 kl. 19:16
Kuldi og rok á klakanum í dag, mælum með hlýjum fötum. Góða ferð heim, það verður gaman að sjá Björk í fyrsta sinn,
xxx moster og co.
Inga Lára (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 20:59
Góða, góða ferð - hlökkum mikið til að sjá ykkur!
Erla amma (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.