Jæja þá erum við mæðgur búnar að vera á klakanum í rúma viku og líkar vel. Erum heldur betur búnar að hafa mikið að gera, enda eru margir sem þarf að hitta og sjá. Erum að sjálfsögðu á Kambsveginum hjá afa Birgi og ömmu Erlu og höfum það svaka gott. Því miður þurfti amma Erla að fara til Berlínar á sunnudaginn...ekkert gaman. Held hreinlega að við séum næstum því búnar að hitta alla sem okkur langaði að hitta, bæði vini og vandamenn. Ömmurnar voru nefnilega svo sniðugar að hóa í fólkið í smá "sammenkomst" svo margar flugur voru slegnar í einu höggi. Svo á laugardaginn verður haldið upp á afmælið hjá Ara Páli svo þá hittum við alla sem við höfum ekki hitt...frábært það. Við viljum svo auðvitað óska Ara Páli til hamingju með 6 ára afmælið í dag...orðin svaka stór. Því miður höfum við systur ekki verið mikið saman þar sem við erum með börnin okkar á kvöldin. Við ætlum því að bæta úr því á föstudaginn og vera saman allan daginn og kannski bara allt kvöldið...jibbý. Ég hlakka geðveikt til. Hef svo heyrt öðru hvoru í Davíð og það hljómar eins og það sé mjög gaman hjá þeim í Mexíkó, er einmitt að bíða eftir að hann komi á SKYPE núna en hann lætur bíða eftir sér. Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
Knus og kram frá Íslandi
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 18. október 2006 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.