Jæja þá erum við komin heim aftur og litla þríeykið saman á ný. Þvílík gleði!! En allir eru ánægðir með sitt ferðalag, hvort sem það var til Mexíkó eða Íslands. Verður þó að segjast að húðliturinn á Davíð var ekki sá sami og á okkur Björk. Davíð var vel...tja hvað á að segja....rauðleitur (og þá er ég mjög góð), því honum tókst að brenna ansi hressilega einn daginn, og er því að flagna mjög skemmtilega núna, úff. Við Björk erum auðvitað bara eins og sannir íslendingar, fölar og hvítar! Ferðin heim með Björk gekk mjög vel og vorum komnar heim klukkan fimm þá eftir að hafa ferðast í 10 klukkustundir, vel þreyttar og svona. Því miður veiktist Björk um kvöldið, var bara allt í einu kominn með hita og leyfði foreldrum sínum að upplifa fyrstu andvökunóttina (valdi líka góða nótt eða þannig, við ansi þreytt efitr ferðalög). Björkin svaf nefnilega ekki langa dúra þá nóttina og var frekar lítil í sér. En við foreldrarnir ákváðum bara að gera gott úr þessu og um þrjú leytið vorum við orðin svöng svo við fengum okkur að borða og ákváðum að skoða myndböndin sem ég hafði tekið upp heima, og var hlegið dátt að henni Eik minni...híhí. Nú, daginn eftir var hitinn enn sá sami og lækkaði hann líklega ekki fyrr en nóttina eftir, en þá svaf hún eins og engill, svo við héldum auðvitað að þá væri Björk nú að verða hress. Og í gær var hún bara nokkuð hress, varð þó eitthvað pirruð þegar leið á daginn, og í nótt svaf hún slitrótt, svo ég var ansi þreytt þegar morguninn kom. Í dag hefur hún svo verið með einhverjar kommur og varð aftur pirruð seinnipartinn...held hreinlega að hún sé að taka tennur og sé að gera það með stæl. Núna sefur engillinn minn en er strax byrjuð að vera pínu óróleg svo ég kvíði dáldið fyrir nóttinni, hef á tilfinningunni að hún verði pirruð. Á morgun kemur síðan hjúkkan til okkar og hlakka ég til að geta spurt hana spjörunum úr. Læt ykkur vita á morgun hvernig þetta fer allt saman.
Núna sit ég bara og röfla þetta við ykkur á meðan Davíð fór á badmintonæfingu...kallinn þarf nefnilega að keppa um helgina....og já Atli vinur hans ætlar að kíkja til okkar á laugardaginn, gaman gaman.
Knus og kram frá Árósum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.