Loksins loksins

Loksins kom að því að ég gef mér tíma í að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Björkin hresstist auðvitað eftir veikindin og við drifum okkur í sund á laugardeginum, en Björk fannst það ekkert svo gaman. Það lítur allt út fyrir það að þetta hlé sem kom af því að við vorum heima hafi haft þau áhrif að hún er svona pínu efins um þetta allt saman, en við gefumst ekki upp...vonandi fer henni að finnast svaka gaman! Vikurnar hafa annars bara liðið án þess að hafi mikið gerst, eða það finnst manni oft en svo þegar maður fer að pæla aðeins nánar þá hefur gerst alveg fullt, því Atli vinur Davíðs var hjá okkur yfir eina helgi sem var mjög gaman og þeir kíktu á djammið::.ég er alveg farin að hlakka pínu til að geta farið á smá djamm, tíhí. Svo kom Maggi og var hjá okkur í eina nótt, en hann var á Denmark Open (badmintonmót). Svo erum við búin að vera með vinum okkar, í afmæli, spila og margt margt fleira. Í gær ákváðum við svo að gefa Björk smá graut, og ég hélt ég yrði ekki eldri af hlátri, því Björk setti upp svo skemmtilegan svip, og af honum var hægt að lesa að henni þótti þetta frekar skrítið og tja já líklega bara frekar ógeðslegt...hehehe. En hún kyngdi nú smá svo allt fór þetta vel og í dag kyngdi hún alveg eins og herforingi. Að sjálfsögðu kom meirihlutinn út aftur, en hún þarf aðeins að æfa sig í að koma matnum aftur og niður í háls...krefst smá þjálfunar, en þá er fínt að mamma sé iðjuþjálfi og sé vön að þjálfa sona lagað, ha!! Svo vorum við í fimm mánaðarskoðun og að sjálfsögðu var Björkin fullkomin...og heillaði lækninn upp úr skónum, heilladísin mín! Og svo grét hún ekki einu sinni þegar hún fékk sprautuna í lærið...algjör hetja. En nú bíð ég spennt hvort hún fái hita og verði slöpp þar sem hún varð pínu slöpp við síðustu bólusetningu. Reyndar bendir soldið til þess að hún sé að verða slöpp þar sem hún sefur út í vagninum sínum og hefur gert það í einn og hálfan tíma, en eins og flestir vita þá sefur þessi dama yfirleitt ekki lengur en hálftíma í einu á daginn :)

Að lokum verð ég víst að segja ykkur að við ætlum mjög líklega að vera í Danmörku yfir jólin, okkur fannst of mikið flakk fyrir stuttan tíma og við komum jú pottþétt um páskana þar sem Stella Björk (systir Davíðs) fermist í vor...já ég er búin að tryggja mér frí um páskana...svo þannig verður það í þetta skiptið. En allir eru velkomnir að koma til okkar og halda jólin hér með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ooo, ætliði að vera í DK um jólin? Ég sem stefndi á að hitta ykkur þá!! En ég skil ykkur samt, þetta er langt ferðalag! Held samt að ég haldi mig heima við um jólin, komi ekki í heimsókn, er orðin þreytt á flugferðum eftir Svissferðir :)
Knús oddný

Oddný (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 14:44

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Hmmm - en svekkjandi að fá ekki að sjá ykkur öll um jólin...en ég skil ykkur svoooo vel ;) Það er svo kósí að vera "heima" hjá sér í rólegheitum og njóta þess að vera saman. Heyrumst - KNÚS KNÚS frá okkur í snjónum

Elsa Nielsen, 11.11.2006 kl. 20:12

3 identicon

ohh mig langaði svo að sjá ykkur um jólin og chilla með ykkur þremur:( en auðvitað skil ég ykkur. eruði annars alveg búin að ákveða þetta? annars ætlum við famelían kannski að vera á Akureyri í nokkra daga yfir jólin í stóru fínu húsi með heita potti og svona kósýheitum..og fara að skíðast og brettast alla daga:) undirbúa okkur undir skíðaferðina í jan;) Oh Björk sæta verður orðin svo stór þegar maður sér hana næst. Hafiða best! Knús til ykkar allra. Sassa frænka

Sara (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband