6 mánaða í fullu fjöri

Get setið ein í smástund
Sko, ótrúlegt en satt þá er Björkin okkar orðin hálfs árs...magnað hvað tíminn líður hratt. Áður en við vitum af þá kemur hún heim með fyrsta kærastan...hjálp!! Nóvember mánuður er búin að vera rólegur en samt alltaf eitthvað að gerast. Björkin fékk graut í fyrsta skipti fyrir tveimur og hálfri viku og borðar hún nú tvær máltíðir á dag...ekki alltaf alveg nóg en þá fær hún bara ábót hjá mömmu sinni. Hún er geggjað dugleg litla krílið. Svo var farið í kleinubakstur hér um daginn og skemmtum við okkur konunglega við mæðgur, með Sigrúnu og litlustóru Silju Kolbrúnu. Silja og Björk hlógu allaveganna voða mikið..þeirra vinskapur byrjar mjög vel. Heyrðu svo held ég bara að ég verði að viðurkenna að aldurinn sé að ná mér...ég er búin að vera drepast í bakinu í viku núna og það endaði meira að segja með því um helgina að ég hringdi á læknavaktina og fékk einhverjar gigtartöflur svo ég gæti bara hreyft mig...ég var nefnilega orðin þannig að ég var skökk og gat ekki hreyft mig. Davíð lyfti Björk og hélt meira eða minna á henni og á næturnar vakti ég hann til að taka hana upp úr rúminu þegar hún vildi borða. Ég er nú eitthvað betri en ekki góð samt og ætla því að panta tíma hjá lækni á morgun og heyra hvað hún segir...ömurlegt þar sem ég get ekki spilað badminton, já eða gert neitt líkamlega erfitt...úff. Svo í gær tókum við skötuhjúin okkur til og umturnuðum stofunni og nú er hún, þó við segjum sjálf frá, truflað falleg. Svo til að sjá þetta undraverk okkar þurfið þið bara öll að koma í heimsókn. Nú svo á síðasta föstudag ákváðum við líka að við hefðum gott af því að fara út að borða um kvöldið, sko án Bjarkar. Og þar sem við eigum svo frábæra nágranna sem hlustuðu eftir Björk fyrir okkur á meðan, var þetta hægt og áttum við alveg æðislega kvöldstund saman...svaka rómó. Þegar við pössum fyrir hvort annað, við og parið á móti, þá er babymonitorinn bara settur yfir í hina íbúðína en barnið í sínu eigin rúmi..frábært fyrikomulag! Hvað haldiði að mér hafi tekist í dag? Sko í dag þegar ég fékk mér hádegismat sem voru tvær rúgbrauðssneiðar (þær síðustu á heimilinu) þá hringdi síminn, og ég spjallaði í smá tíma. Þegar ég lagði á þá fannst mér ég vera enn svo svöng að ég ákvað að labba yfir til Sigrúnar og spyjra hvort hún ætti ekki eina bollu handa mér (svo ég myndi nú ekki ráðast á súkkulaðistykkið sem lá á stofuborðinu). Jú auðvitað gat ég fengið brauð hjá henni, þetta dýrindis heimabakaða íslenska rúgbrauð. Glöð í bragði rölti ég yfir með þetta góðgæti og hlakkaði mikið til að borða það. Þurfti reyndar að gefa Björk að borða fyrst svo ég var heldur betur orðin langleit eftir þessum mat. Nú ég settist svo niður og ætlaði að fara gæða mér á þessu, en er litið til hægri og sé ég þá ekki disk með rúgbrauði..óétið. Ég get svo svarið það..ég er að missa minnið, ég var svo pottþétt á því að hafa borðað báðar brauðsneiðarnar áður að ég bara fékk lánað meira. Sko hér í DK er þetta kallað ammehjerne og ég ætla bara að halda í það..svo ég sé ekki alveg farin að kalka. Nú en eins og þið vitið þá ætlum við að vera hér í Árósum um jólin og fáum við nú líklega einhverja gesti, en hverjir og hve margir er ekki alveg komið á hreint enn. Jæja setti nokkrar myndir inn af Björk bæði á þessa síðu og myndasíðuna. Kíkið á stóru stelpuna okkar. Knus frá Árósum
Ullandi Björk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn elsku Björk - við söknum þín mikið.

Kveðja frá frá Kambsó

Erla amma (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 23:37

2 identicon

Elsku Björk til hamingju með daginn í gær - mikið hlakka ég til að sjá þig jólin, og líka mömmu og pabba. Kær kveðja, Amma Hrönn.

Amma Hrönn (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 18:32

3 identicon

Hæ Dúlla, til hamingju með alla 6 mánuðina. Vá hvað tíminn flýgur. Fæ víst ekki að sjá þig um jólin, fylgist bara því betur með á síðunni ykkar.kv.amma Guðbjörg tí-hí

Guðbjörg B Pálsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband