Eyrnabólga...úff, úff

Mæðgurnar í góðum fíling
Sko Björk er með í eyrunum en það eina sem við finnum fyrir er að það vellur "hor" úr öðru eyranu. Að öðru leyti þá virðist hún ekki finna fyrir því að vera með í eyrunum...magnað. Reyndar grét hún í tvo tíma eina nóttina og svo ekki söguna meir...sem er auðvitað frábært. Annars er hún bara mjög hress, talar og talar og talar og talar. Mjög skemmtilegt.
Törnin er byrjuð hjá Davíð og er hann meira og meira niður í skóla að læra, en hann/þeir eiga að skila verkefni þann 22. des...og svo byrja prófin 2. janúar...svo nóg að gera næstu vikurnar hjá þeim manni...gott að vera ekki hann þessa dagana. Ég er reyni að finna mér eitthvað að gera svo ég fari ekki alveg yfir um..er farin að sakna þess að vera í vinnunni, þrátt fyrir að mér finnist algjört æði að vera svona mikið með Björk þá finn ég að það er fínt að byrja að vinna 1. febrúar. Vona bara að Björk fái pláss á vöggustofunni hér á horninu. Ég er búin að fara á kaffihús tvö síðustu kvöld sem var voða gaman, fyrst fór ég með Laufey og svo með stelpunum í mömmugrúppunni...vorum að njóta þess að vera án barnanna. Er svo á fullu að styrkja á mér bakið svo ég geti farið að gera það sem ég vil...spila badminton, út að hlaupa, halda á Björk án þess að finna til og margt margt margt fleira. Frekar pirrandi að vera svona....arrg. Það er alveg fáránlega milt veðrið hérna svo það er frekar skrítið að maður sé að fara skreyta fyrir jólin um næstu helgi, en það verður gaman að fá meiri birtu af jólaljósunum. Er í alveg ágætis jólaskapi...ótrúlegt en satt...er nú líka búin að baka smákökur og piparkökur svo jólalyktin hefur heldur betur leikið um íbúðina. Nú Davíð er að reyna að fara læra, en nennir því ómögulega og þyrfti að snurfusa aðeins þar sem stelpurnar úr mömmuklúbbnum eru að koma hingað í fyrrmálið. Heyrumst fljótlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskurnar

Mikið er Björkin fín og sæt. Synd að missa af þessum tíma hjá henni og að hitta ykkur ekki um jólin. Ég heyri jú oft í henni í símanum.

Knús Kambsvegssettið 

Erla amma (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 18:32

2 identicon

Halló þið, vá hvað hún Björk er orðin stór... þetta líður ekkert smá hratt. Heyrðu bara smá ábending, Snæbjörn er búin að vera með í eyrunum oft! og fékk rör í eyrun í nóvember, en er búin að fá tvisvar sinnum sýkingu síðan, mér var bent á Johannesolie, keypti frá A.Vogel í heilsubúð. Hún geymist best í ísskáp en hún á að vera við líkamshita þegar þú notar hana. Hita t.d í vatnsbaði, ekki hita of hratt upp. Svo á að setja 2-3 dropa í eyrað og bómull fyrir svo olían leki ekki út strax aftur .  Svo var mér sagt að taka út allar mjólkurvörur, hvítt hveiti og sykur, en ég hef ekki gert neitt í því ennþá, hann fær svo lítið af þessu öllu saman (nema kannski hveitinu í brauði). Þessi olía á að vera verkjastillandi og sótthreinsandi og drepur oft bakteríuna sem veldur sýkingunni.

Bestu kveðjur, Elísa og strákarnir á Kagsåkollegiet.

Elísa (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 10:43

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku þið :)

Ég vona að þið mægurnar náið ykkur...þú í bakinu og litla sæta Björkin í eyranu :) OHH það er svo gott að komast í jólaskapið...ég er einmitt byrjuð á kortunum og pakka inn ;)....viltu senda mér heimilisfangið ykkar aftur Aðalheiður mín á SMS'i þegar þú sérð þetta?? KNÚÚÚS TIL YKKAR ALLRA 

Elsa Nielsen, 1.12.2006 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband