Ok...hvað er málið með konur, barn á brjósti og gleymsku

Ég get svarið það að ég held að það sé rétt sem margir vísindamenn eru að segja..heilin á konum minnka þegar þær eru óléttar og með barn á brjósti. Ég er hvað eftir annað að gleyma...mér finnst nú bara gott að hafa ekki gleymt Björk einhvers staðar enn. Allaveganna þá bý ég til dæmis til mikið af mauki fyrir Björk í einu og frysti það. Ég var svo eitt kvöldið að taka úr frystinum fyrir kvöldið að gefa henni..og allt gekk svaka vel, þangað til að ég er að leita að matnum kvöldið eftir en þá er ekkert í frystinum. Nú og þar sem ég var alveg viss um að það hefði verið nóg eftir þá fer ég nú að leita annars staðar og fann restarnar í grænmetisskúffunni...talandi um að vera utan við sig..úff. Svo í gær þá fórum ég og Björk í matarboð með kollegum mínum og var það í Viborg (70 km héðan) og fengum við far. Þegar við erum alveg að koma til VIborg þá fatta ég allt í einu að skiptitaskan hennar Bjarkar varð eftir...man, engar bleyjur, enginn matur eða náttföt. Nú þá er bara að kaupa bleyjur og hún varð bara að láta brjóstið duga það kvöldið. Ég er alvarlega farin að halda að ef ég fer ekki bráðum að vinna og þjálfa heilann þá verði ég heiladauð áður en ég næ að snúa mér við...nei segi svona. Ég lofa að koma með fleiri sögur, því ég get lofað ykkur því að þær verða fleiri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég skil þig mar, ég man ekki fyrir horn þessa dagana.

 kv. Guðbjörg

gudbjorg (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 16:50

2 identicon

Björkin mín með heiladaufu mömmuna, mikið hlakka ég til að sjá ykkur um jólin. Þið megið knúsa hann Davíð minn alveg ofboðslega til hamingju með tuttugasta og fimmta afmælisdaginn. Kær kveðja og knús frá ömmu Hrönn.

Amma Hrönn (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband