Hann á afmæli í dag!

Já Davíð á afmæli í dag, reyndar er dagurinn að verða búinn. Ég held að Davíð hafi fundist hann góður, hann byrjaði daginn á því að ég var búin að fara og kaupa rúnstykki svo það var afmælismorgunverður áður en hann fór í skólann og hann opnaði pakkana frá mér og Björk, tengdaforeldrum sínum og Hildigunni og Eik. Gaman gaman að fá pakka. Síðan þurfti hann að fara í skólann en tók sér frí snemma og við dúlluðum okkur saman hér litla fjölskyldan seinni partinn. Sigrún, Skúli og co. komu svo í kvöldmat og áttum við geggjað notalega kvöldstund saman...hlegið dátt að hvort öðru og sona. Núna situr hann og horfir á nýja tónlistarDVD'inn - U2 Vertigo, sem hann fékk í afmælisgjöf frá tengdó. Annars er lítið að frétta annað en að ég held áfram að vera ansi gleymin og utan við mig og dagurinn í gær toppaði það alveg. Get ekki einu sinni sagt frá honum hér því það yrði svakaleg langloka...get þó tekið dæmi og ég tek það fram að þetta er eitt af mörgum mistökunum sem ég gerði í gær. Ég var að fara sjóða kjöt og setti það í vatn og á helluna, en að sjálfsögðu gleymdi ég að kveikja undir, sem ég fattaði klukkutíma seinna og kveikti þá undir pottinum. Sem ég auðvitað gleymdi og mundi ekki eftir fyrr en allt sauð upp úr og vatnið flæddi út um alla eldavél. Sko er ekki hægt að taka einhver vítamín við þessu...tek það fram að ég tek LÝSI...ef einhver hefur góð ráð eru þau vel þegin. Nú, vikan er búin að vera annasöm (ef hægt er að kalla það hafa mikið að gera þegar maður er í barneignafríi) en mánudagurinn byrjaði á því að við Björk fórum til læknsins að láta athuga eyrun. OG viti menn eyrnabólgan er bara farin svo við getum farið í ungbarnasund á laugardaginn, jibbý. Nú eftir lækninn fórum við tvær í bæinn með það markmið að kaupa allar þær jólagjafir sem eftir voru. Hittum síðan Sigrúnu og Silju Kolbrúnu sem voru í sömu hugleiðingum og við. Dagurinn var mjög notalegur og markmiðinu var náð. Björk stóð sig eins og hetja í þessu búðarrölti enda mikill munur að geta látið hana sitja í vagninum. Dagurinn í gær var samt rólegri en fórum við Björk og keyptum afmælisgjöf handa pabba frá gamla settinu á Kambsó og Hildigunni og Eik. Þegar Davíð fór svo í skólann í dag fórum við mæðgur í mömmuklúbbinn að hitta alla hina grallarana sem var mjög gaman að vanda. Ég er að fara selja íbúðina mína svo ef einhver hefur áhuga þá endilega að láta vita...þið getið ekki ýmindað ykkur hversu mikið ég mun sjá eftir þessari litlu íbúð, það er svo góður andi í henni að ég vildi óska þess að hún væri stærri svo við gætum búið þarna þegar við flytjum heim á klakann...en það er víst ekki hægt svo því miður verður hún sett á sölu..! Njótið nú desembermánaðar án þess að verða of stressuð..hann er svo notalegur ef maður gefur sér tíma í að taka eftir því. Hey alveg rétt maður erum að plana laufabrauðsbakstur...það er æði að hafa laufabrauð um jólin...maður er nú íslendingur þó maður sé í DK um jólin....hohoho...jólasveinar ganga um gólf!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með daginn Davíð. Við svona rétt náum að kasta kveðjunni inn, klukkan er farin að halla í 12. Bestu kveðjur, Inga Lára, Viðar og grísirnir þrír.

Inga Lára (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 23:13

2 identicon

Hæ hæ, til hamingju með afmælið Davíð, væri gaman að vera með ykkur núna úti. Leiðinlegt að missa af ykkur um jólin en við verðum þá bara að hittast um páskana og gerum eitthvað gaman þá. Já Aðalheiður ég kannast við þessa gleymsku, gott að vita að ég sé ekki ein svona slæm.

Hafið það gott um jólin,

knús og kossar frá fyrrverandi yfirbúum.

fyrrverandi undirbúar (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 22:03

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku Davíð...síðbúin afmæliskveðja til þín frá okkur litlu fjölskyldunni :)
Hafið það gott - ALLTAF!!!
KNÚS OG SAKN

Elsa Nielsen, 14.12.2006 kl. 13:25

4 identicon

HÚN á afmæli hún AÐALHEIÐUR, hún á afmæli í dag!

Til lukku mín kæra

Ástarkveðjur mamma og Birgir 

Erla Krsitín (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 09:11

5 identicon

Halló afmælisbarn og til hamingju með aukinn þroska.

Njóttu dagsins - bestu kveðjur yfir, allir á Guðrúnargötu 6. 

Inga Lára Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 18:10

6 identicon

Alma, Denni og fjölskylda senda sínar bestu afmæliskveðjur

Alma og Denni (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband